Afborganir af jeppa útvarpsstjóra tvöfölduðust

Páll Magnússon
Páll Magnússon mbl.is

Greiðslu­byrði vegna rekstr­ar­leigu­samn­ings sem RÚV ohf. greiðir af fyr­ir jeppa sem Páll Magnús­son út­varps­stjóri hafði til af­nota á síðasta ári þyngd­ist mikið sam­hliða geng­is­falli krón­unn­ar.

Í janú­ar í fyrra var greiðslu­byrðin á mánuði tæp­lega 140 þúsund. Eft­ir að krón­an féll, skömmu fyr­ir páska í fyrra, jókst greiðslu­byrðin skarpt eða upp í tæp­lega 180 þúsund. Í maí voru greiðslur minni, um 30 þúsund, að lík­ind­um vegna viðgerðar á bíln­um að sögn Páls.

Greiðslu­byrðin hélst í svipuðu fari yfir sum­ar­mánuðina en þyngd­ist síðan mikið þegar krón­an gaf enn meira eft­ir, á haust­mánuðum í fyrra. Þá hækkuðu greiðslurn­ar vegna rekstr­ar­leigu­samn­ings­ins úr 174 þúsund­um í ág­úst í 193 þúsund í sept­em­ber.

Þegar áföll­in í efna­hags­líf­inu dundu yfir með falli banka­kerf­is­ins í byrj­un októ­ber hækkuðu mánaðargreiðslurn­ar um rúm­lega 60 þúsund milli mánaða, úr 193 þúsund­um í 255 þúsund. Í nóv­em­ber hækkaði greiðslan síðan enn meir eða um 24 þúsund. Mánaðargreiðslan hafði því tvö­fald­ast frá því í upp­hafi árs­ins. Af­not út­varps­stjóra af bíln­um eru reiknuð til skatt­skyldra hlunn­inda í sam­ræmi við regl­ur skatt­stjóra þar um og var viðmiðun­ar­tal­an á síðasta ári rúm­lega 207 þúsund á mánuði.

Af­not­in af bíln­um eru hluti af launa­kjör­um Páls, sam­kvæmt samn­ingi sem gerður var þegar RÚV ohf. var stofnað á vor­mánuðum 2007. Þá voru heild­ar­laun út­varps­stjóra hækkuð úr tæp­lega 800 þúsund­um á mánuði í 1,5 millj­ón­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka