Gáfaðir útrásarvíkingar og einleikur á bjöllu

00:00
00:00

For­seti Alþing­is sýndi óvana­leg tilþrif í  und­ir­leik á bjöllu þegar formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins ætlaði að ræða fund­ar­stjórn for­seta og hefja lest­ur upp úr Frétta­blaðinu.

Tryggvi Þór Her­berts­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins út­skýrði fyr­ir þing­heimi hvað fæl­ist í óviss­unni varðandi Icessa­ve sam­komu­lagið og láns­hæf­is­mat Íslands og sagði þar meðal ann­ars að út­rás­ar­vík­ing­arn­ir hefðu aldrei verið svo vit­laus­ir að sækja sér ekki ráðgjafa. ,,Efna­hags­ráðgjafa,” kölluðu þá þing­menn og hlógu mikið.

Álf­heiður Inga­dótt­ir hafði sagt að yf­ir­lýs­ing­ar Íslands um að þjóðin myndi axla ábyrgð á Ices­a­ve reikn­ing­un­um hefðu haft áhrif á láns­hæf­is­mat lands­ins. Þannig geti óviss­an haft áhrif en núna sé henni eytt.

Tryggvi tel­ur hins­veg­ar að óvissuþætir í sam­komu­lag­inu hafi áhrif á láns­hæf­is­matið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert