Hekla togar í ferðafólk

Síðasta stór­gos varð í Heklu árið 1947, en síðan hef­ur hún gosið fjór­um sinn­um með nán­ast tíu ára milli­bili, árið 1970, 1980, 1991 og svo síðast 26. fe­brú­ar árið 2000.

And­ers Han­sen for­stöðumaður Heklu­set­urs­ins á Leiru­bakka seg­ir að Hekla hafi ótrú­legt aðdrátt­ar­afl á ferðamenn, ekki síst út­lend­inga. Hann seg­ir að fyr­ir nokkr­um dög­um hafi 50 ís­lensk­ir lög­menn gengið á fjallið. Einnig hafi ferðamenn frá Jap­an, Rússlandi, Tékklandi, Spáni og fleiri lönd­um verið þar á ferð og nokkr­ir Íslend­ing­ar hafi verið á Heklut­indi á Jóns­messunótt.

Árlegri Jóns­messu­göngu Ferðafé­lags Íslands á Heklu var þó breytt í ferð á Snæ­fells­jök­ul þetta árið vegna hugs­an­legs goss, eins og fram hef­ur komið í frétt­um. „Það er því ljóst, að marg­ir víla ekki fyr­ir sér göngu á hið sögu­fræga eld­fjall, þótt aðrir séu hik­andi, en segja má að hver og einn fari þangað á eig­in ábyrgð,“ seg­ir And­ers. Í Heklu­setr­inu á Leiru­bakka er sýn­ing um Heklu og þar er leit­ast við að gefa fólki leiðbein­ing­ar um fjallið eft­ir því sem við á.

Nán­ar má fræðast um sýn­ing­una á slóðinni www.leiru­bakki.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert