Umsátur um Ísland

00:00
00:00

 Ögmund­ur Jónas­son seg­ist ætla að fara mjög ræki­lega í saum­ana á frum­varpi um rík­is­ábyrgðir vegna Ices­a­ve. Hann seg­ir að rík­is­stjórn­in standi hvorki né falli með Ices­a­ve. Málið sé ekki sett fram með hans stuðningi en það eigi að ræða á op­in­ská­an hátt á Alþingi með það fyr­ir aug­um að ná fram sam­eig­in­legri niður­stöðu.

Ögmund­ur seg­ist ekki telja að þettta sé eina leiðin sem sé fær í mál­inu. Ef málið verði ekki samþykkt þurfi að skoða aðrar leiðir. Aðspurður hvort rík­is­stjórn­in sé þá ekki fall­in, svar­ar hann því til að hún hafi ekki verið mynduð um Ices­a­ve. Þegar hann er spurður hvort það gæti ekki þýtt al­gera ein­angr­un ef við höfn­um þessu sam­komu­lagi, svar­ar hann: ,,Við erum í ein­angr­un. Það er umsát­ur um Ísland. Það er í því ljósi sem þess­ir samn­ing­ar voru gerðir."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert