Icesave-skuldbindingarnar ekki hættulegastar

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði á borg­ar­a­fundi í Iðnó í kvöld, að það yrðu ekki Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar, sem myndu kné­setja Ísland, ef svo illa færi. „Það eru aðrir nær­tæk­ari hlut­ir sem eru okk­ur hættu­legri," sagði Stein­grím­ur.

Hann spurði síðan hvort Íslend­ing­ar ætluðu að berj­ast og reyna að kom­ast á fæt­urn­ar á ný af eig­in ramm­leik og á eig­in for­send­um sem þjóð eða hvort þeir ætluðu að gef­ast upp. „Ég neita því," sagði Stein­grím­ur, sem lagði áherslu á að sam­komu­lagið sem gert var við Breta og Hol­lend­inga hefði verið skásti kost­ur­inn í stöðunni. „Ég tel að okk­ar mál fari öll meira og minna í klessu ef þetta strand­ar," sagði hann.

Fullt er út úr dyr­um á fund­in­um þar sem frum­mæl­end­ur voru auk Stein­gríms Helgi Áss Grét­ars­son, lög­fræðing­ur, og Ein­ar Már Guðmunds­son, rit­höf­und­ur, sem m.a. sagði, að út­rás­ar­blekk­ing­in hefði verið sam­visku­laus aðför að efna­hag lands­ins. Ein­ar Már sagði, að breytti engu hvort Ices­a­ve-samn­ing­ur­inn væri góður eða slæm­ur: Hann væri í eðli sínu rang­ur og fjár­glæframenn­irn­ir ættu að borga skuld­ir sín­ar sjálf­ir.

Helgi Áss sagði að sam­tök­in InD­efence, sem hann var full­trúi fyr­ir á fund­in­um, vildi semja um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­arn­ar en þau væru and­víg þeim Ices­a­ve-samn­ingi, sem nú lægi fyr­ir. „Við krefj­umst betri samn­ings," sagði Helgi Áss.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert