Glapræði að hafna Icesave-samningi

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/Eggert

Gylfi Magnús­son, viðskiptaráðherra, seg­ir í grein í Morg­un­blaðinu í dag að það Íslend­ing­ar geti staðið und­ir skuld­bind­ing­um sín­um vegna Ices­a­ve og það væri hreint glapræði að stefna end­ur­reisn Íslands og öll­um sam­skipt­um við um­heim­inn í stór­hættu með því að neita að gang­ast við skuld­bind­ing­un­um.

„Það er sama hvernig reiknað er. Ekk­ert bend­ir til ann­ars en að lands­menn geti staðið und­ir skuld­bind­ing­um sín­um vegna Ices­a­ve. Það verður að sönnu ekk­ert gleðiefni. Full ástæða er til að draga þá til ábyrgðar sem komu Íslandi í þessa stöðu, bæði fyrr­ver­andi for­svars­menn Lands­bank­ans og aðra. Það væri hins veg­ar hreint glapræði að stefna end­ur­reisn Íslands og öll­um okk­ar sam­skipt­um við um­heim­inn í stór­hættu með því að neita að gang­ast við skuld­bind­ing­um okk­ar vegna Ices­a­ve og byggja það á þeirri aug­ljós­lega röngu for­sendu að við ráðum ekki við þær," seg­ir Gylfi m.a.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert