Gerði ekki kröfu um greiðslu

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar

„Til að mynda í þrem­ur til­vik­um eru til sam­töl milli mín og seðlabanka­stjóra Eng­lands þar sem hann seg­ir efn­is­lega að ef það sé svo að inni­stæðutrygg­inga­sjóður­inn […] ráði ekki við þetta og að menn hafi verið að braska og reyna að fá mjög háa vexti þó að þeir hefðu verið varaðir við, að þá muni hann ekki gera kröfu til þess að við borg­um það," sagði Davíð Odds­son, aðspurður í viðtalsþætt­in­um Mál­efn­inu á Skjá ein­um í gær­kvöldi, um þau fyrri um­mæli hans að til væru gögn sem sýndu fram á þetta álit Eng­lands­banka.

Davíð, sem seg­ir þessi gögn til hjá rík­inu, fór um víðan völl í viðtal­inu, sem var unnið í sam­vinnu Skjás eins og Morg­un­blaðsins.

Þar lýsti hann m.a. yfir þeirri skoðun sinni að samn­inga­menn Íslands hefðu gert reg­in­mis­tök með því „viður­kenna að nauðsynja­lausu og án þess að nokk­ur bær aðili hefði um það fjallað að við vær­um skuld­bund­in til að greiða" [skuld­bind­ing­ar vegna Ices­a­ve].

Aðspurður hvort hann teldi raun­hæft að samn­ingsaðilar Íslands hefðu áhuga á að sækja málið fyr­ir ís­lensk­um rétti svaraði hann svo:

„Af hverju byrj­um við alltaf á því að taka upp mál Bret­anna... Ef við teld­um að ein­hver banki í Bretlandi skuldaði okk­ur fé þá mynd­um við fara að rétt­um regl­um. Ef að bank­inn segði nei eða ein­hver sjóður þar myndi segja nei þá mynd­um við stefna þeim sjóðum og ég myndi treysta bresk­um dóm­stól­um til að kveða upp úr með það... Íslenska rík­is­stjórn­in, sem á að gæta hags­muna Íslend­inga, er í far­ar­broddi við að týna til rök manna sem eru að reyna að fá ís­lensk­an al­menn­ing til að bera ábyrgð á glæfra­legu spili einka­banka.“

Gögn­in til hjá hinu op­in­bera

Aðspurður um hvort hann hefði gögn um sam­talið við banka­stjóra Eng­lands­banka und­ir hönd­um benti Davíð á ís­lenska ríkið.

„Nei. Þessi gögn eru til hjá hinu op­in­bera. Þau eru til hjá rann­sókna­nefnd­inni geri ég ráð fyr­ir. Þau eru til í seðlabank­an­um og þau eru til að ég geri ráð fyr­ir hjá ákveðnum ráðuneyt­um.“

- Býrð þú yfir þess­um gögn­um?

„Það er allt önn­ur saga. Það er ekki mitt að skaffa þessi gögn.“

Vísaði rík­is­ábyrgð á bug 

Hann vísaði jafn­framt rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve á bug.

„Málið er þannig vaxið að þú get­ur ekki sagt að Lands­bank­inn hafi verið seld­ur Björgólfs­feðgum með rík­is­ábyrgð. Menn hafa verið að tala um að Lands­bank­inn hafi verið seld­ur ódýrt, fyr­ir slikk, og hafi reynd­ar margoft verið boðinn til sölu […] En hafi hann verið seld­ur fyr­ir slikk þá var hann ekki seld­ur fyr­ir neitt ef hon­um fylgdi rík­is­ábyrgð."

Hann kvaðst hafa lýst yfir af­drátt­ar­lausri skoðun sinni við banka­stjór­anna á Ices­a­ve-út­rás­inni til Eng­lands.

„Ég sagði við þá. Dett­ur ykk­ur í hug að þið getið farið til Bret­lands og byrjað að safna ein­um millj­arði punda án þess að ís­lensk­ur al­menn­ing­ur viti um það?... Ef að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar tryðu því að ís­lensk­ur al­menn­ing­ur bæri ábyrgð á þessu þá væru þeir ekki að heimta rík­is­ábyrgð.“

Átti að taka nokkra mánuði

Davíð vitnaði jafn­framt til fund­ar með banka­stjór­um Lands­bank­ans í fe­brú­ar, eða mars, 2008, þar sem hon­um var tjáð að búið yrði að flytja Ices­a­ve inn í dótt­ur­fé­lag á Englandi á fjór­um til fimm mánuðum. Í júní hafi hins veg­ar orðið fátt um svör.

„Það var full­yrt við okk­ur, ég held að það hafi verið í fe­brú­ar eða mars 2008, að menn væru á fleygi­ferð við að koma þessu úti­búi inn í dótt­ur­fé­lag í Bretlandi eins og Bret­arn­ir líka vildu og mundu ná því á fjór­um til fimm mánuðum.

Þegar við hitt­um síðan Lands­banka­stjór­anna í júní­mánuði tveim, þrem mánuðum seinna, við erum að tala um hina og þessa hluti ... að þá kom einn okk­ar með þá spurn­ingu og þá varð hlé ... Hvernig geng­ur að ganga frá þessu? ... Þá kom þögn ... og þeir til­kynntu okk­ur að það yrði ekk­ert í þessu gert því að þetta væri svo erfitt fyr­ir Lands­bank­ann og svo fram­veg­is. Okk­ur var mjög brugðið þegar við heyrðum þetta."

Varaði Vil­hjálm Eg­ils­son við

Davíð tjáði sig einnig um samn­ing­inn við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn, með þeim orðum að hann hefði gert Vil­hjálmi Eg­ils­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og öðrum for­ystu­mönn­um vinnu­veit­enda grein fyr­ir þeirri skoðun sinni að samn­ing­ur­inn myndi leiða til vaxta­hækk­un­ar.

„Ég sagði við þá „Þið vitið að vext­ir verða hækkaðir“ og Vil­hjálm­ur Eg­ils­son sagði: „Nei það get­ur ekki verið. Ég er bú­inn að tala við þá.“ Þeir hækkuðu vext­ina um sex pró­sent dag­inn eft­ir að mig minn­ir.“

Full­trú­ar Íslands gerðu grund­vall­armis­tök

Davíð tel­ur samn­inga­full­trúa Íslend­inga hafa gert grund­vall­armis­tök í Ices­a­ve-mál­inu.

Um leið og menn viður­kenna það, án þess að efni séu til þess, og án þess að nokk­ur dóm­stóll hafi ákveðið það og setj­ast svo að samn­inga­borði að þá hafa þeir enga samn­ings­stöðu. Þú byrj­ar á því að gef­ast upp og svo ferðu í viðræður. Þetta var skelfi­legt.“

Davíð telur samningafulltrúa Íslands í Icesave-deilunni hafa gert grundvallarmistök.
Davíð tel­ur samn­inga­full­trúa Íslands í Ices­a­ve-deil­unni hafa gert grund­vall­armis­tök. mbl.is
Davíð kveðst hafa varað Vilhjálm Egilsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins við …
Davíð kveðst hafa varað Vil­hjálm Eg­ils­son fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins við því að vext­ir myndu hækka í kjöl­far samn­ings­ins við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn. mbl.is/​Sæ­berg
Davíð segir bankastjóra Landsbankans, þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón …
Davíð seg­ir banka­stjóra Lands­bank­ans, þá Hall­dór J. Kristjáns­son og Sig­ur­jón Þ. Árna­son, hafa full­yrt í fe­brú­ar, mars, 2008 að Ices­a­ve-úti­búið yrði komið inn í breskt dótt­ur­fé­lag inn­an fjög­urra til fimm mánaða. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka