Samráð verður víðtækt

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mbl.is/Ómar

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra vænt­ir þess fast­lega að um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) verði rædd á fundi ráðherr­aráðs ESB hinn 27. júlí næst­kom­andi. Guðmund­ur Árni Stef­áns­son sendi­herra af­henti um­sókn­ina í Stokk­hólmi í gær.

Össur kvaðst hafa talað við Carl Bildt, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar, en Sví­ar fara nú með for­mennsku í ESB. „Það var ekki annað að heyra á hon­um en að svo yrði,“ sagði Össur. „En ég veit hins veg­ar að við erum á síðasta snún­ingi hvað tím­ann varðar.“

Rík­is­stjórn­in mun skipa fag­lega viðræðunefnd við ESB á næstu vik­um. Hverj­ir verða í nefnd­inni?

„Ég hef hug­leitt margt í þeim efn­um. Það er þó hægt að slá því föstu að í henni verða ekki virk­ir stjórn­mála­menn,“ sagði Össur. „Í henni verða t.d. for­menn starfs­hópa um ýmsa mála­flokka sem þarf að huga sér­stak­lega að. Að auki verður skipaður aðal­samn­ingamaður og hugs­an­lega ein­hverj­ir með hon­um. Þetta gæti orðið inn­an við 15 manns.“

„Þar mun ég freista þess að fá full­trúa frá hinum ýmsu grein­um sjáv­ar­út­vegs­ins til að sitja og koma sín­um viðhorf­um á fram­færi. Líka þeim sem kunna að vera á móti þessu ferli. Það er í þágu grein­ar­inn­ar og okk­ar hags­muna að öll sjón­ar­mið komi fram.“ Össur kvaðst hafa ein­sett sér að hafa sterkt sam­ráð við full­trúa hags­muna­sam­taka sem telja sig þetta mál ein­hverju varða. Í því sam­bandi nefndi hann t.d. þau sam­tök sem ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is leitaði álits hjá.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert