Kvikuinnskot gæti vakið Kötlu

Eldstöðin Katla
Eldstöðin Katla mbl.is/Rax

„Síðustu þrjár vikurnar hafa verið skjálftar á um 10 kílómetra dýpi undir Eyjafjallajökli og það svipar mjög til atburða árin 1994 og 1999. Bæði árin var þar á ferð kvikuinnskot undir Eyjafjallajökli og í seinna skiptið hafði það augljóslega áhrif á Kötlu þótt það hafi ekki valdið gosi. Það eru dæmi um það að virkni undir Eyjafjallajökli geti virkað eins og gikkur fyrir Kötlu og þessar eldstöðvar eru svo nálægt hvor annarri að þær geta haft áhrif hvor á aðra,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.

Hann segir mögulegt að jarðhræringar undir Eyjafjallajökli geti valdið eldgosi í Kötlu.

„Þetta gerðist síðast árið 1821 þegar gos varð í Eyjafjallajökli sem stóð í tvö ár og því lauk með Kötlugosi árið 1823.“ Páll segir það geta tekið nokkra mánuði að greina nákvæmlega hvað gerist undir Eyjafjallajökli. „Þetta tók talsverðan tíma árin 1994 og 1999 en það er ekki ólíklegt að við séum nú að horfa á upphafið að myndun kvikuinnskots undir Eyjafjallajökli. Við mælum þetta sérstaklega með því að fylgjast með landrisinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka