„Menn sömdu af sér“

„Það má ekki samþykkja samn­ing­inn óbreytt­an,“ seg­ir Ragn­ar Hall hæsta­rétt­ar­lögmaður um Ices­a­ve-samn­ing­inn. „Það verður að gera fyr­ir­vara um að þær regl­ur sem gengið er út frá um út­hlut­un úr búi Lands­bank­ans upp í kröf­ur vegna Ices­a­ve verði end­ur­skoðaðar.“

Hann seg­ir að samn­ingn­um verði ekki breytt ein­hliða af hálfu Íslend­inga. „En spurn­ing­in er hvort ís­lenska ríkið ætl­ar að lög­festa ábyrgð rík­is­sjóðs á greiðslu, sem er víðtæk­ari en okk­ur nokk­urn tíma bar greiða. Þess vegna finnst mér að við verðum að stöðva þetta. Menn sömdu af sér,“ seg­ir Ragn­ar.

Hann seg­ir sinn skiln­ing hafa beina stoð í til­skip­un ESB um inn­stæðutrygg­inga­sjóði. Hann sé einnig í sam­ræmi við ís­lensk lög.

„Ég held að þess vegna hafi náðst sam­komu­lag um aðra upp­gjörsaðferð, því með því er vikið frá því sem ætti að vera sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um,“ seg­ir Ragn­ar.

Menn rugla tvennu sam­an

Ei­rík­ur Tóm­as­son, laga­pró­fess­or við Há­skóla Íslands, tek­ur und­ir með Ragn­ari og báðir vísa þeir á bug þeirri gagn­rýni, að þeirra túlk­un brjóti í bága við neyðarlög­in. „Menn rugla tvennu sam­an,“ seg­ir Ei­rík­ur.

„Neyðarlög­in kveða aðeins á um að all­ar inn­stæðukröf­urn­ar, án til­lits til fjár­hæðar, njóti for­gangs. Það þýðir að þær eru jafn­sett­ar þegar kem­ur að út­hlut­un úr búi Lands­bank­ans, sama hvort þær eru háar eða lág­ar.

Ef ein inn­stæða er 20 þúsund evr­ur, og við gef­um okk­ur að 75% komi upp í kröf­urn­ar, þá koma inn 15 þúsund af þeirri inn­stæðu. Þar sem ís­lenski inn­stæðutrygg­inga­sjóður­inn tek­ur á sig lág­marks­trygg­ing­una, 20.887 evr­ur, þá fell­ur mis­mun­ur­inn á hann. Fyrsta greiðslan ætti því auðvitað að ganga upp í okk­ar lág­marks­trygg­ingu.

Ef við gef­um okk­ur að inn­stæðan sé 100 þúsund evr­ur, þá koma inn 75 þúsund evr­ur, sem mæt­ir að fullu okk­ar skuld­bind­ing­um. Það sem um­fram er renn­ur til breska og hol­lenska trygg­inga­sjóðsins og síðan koma kröfu­haf­arn­ir síðast­ir.“

Ei­rík­ur seg­ir neyðarlög­in engu breyta þar um. „Þau segja aðeins að 100 þúsund evra reikn­ing­ur­inn eigi rétt á að fá hlut­falls­lega greitt úr þrota­bú­inu, ekk­ert síður en 20 þúsund evra reikn­ing­ur­inn. Um það er eng­inn ágrein­ing­ur. En þau segja ekk­ert um það til hverra þess­ir fjár­mun­ir eiga svo að renna. Ef Íslend­ing­ar fá ekki fyrstu greiðslu úr búi Lands­bank­ans upp í lág­marks­trygg­ing­una, þá erum við í reynd að taka á okk­ur meiri ábyrgð en kveðið er á um í Evr­ópu­til­skip­un­inni.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert