Útilokar ekki að Landsvirkjun selji orku til Helguvíkur: Leita leiða til fjármögnunar

Framkvæmdir við álverið í Helguvík.
Framkvæmdir við álverið í Helguvík. mbl.is/Rax

Katrín Júlí­us­dótt­ir iðnaðarráðherra tel­ur það vel koma til greina að Lands­virkj­un út­vegi ál­veri Norðuráls í Helgu­vík orku. Það verði þá tíma­bundið, þar til HS orka og Orku­veita Reykja­vík­ur sem samið hafa um að selja orku til ál­vers­ins sam­kvæmt upp­haf­leg­um áform­um geti út­vegað ork­una. Ráðherra tel­ur einnig koma til greina að líf­eyr­is­sjóðir, orku­kaup­end­ur og fleiri geti sam­ein­ast um að fjár­magna ein­staka virkj­an­ir í einkafram­kvæmd.

Öll orku­fyr­ir­tæk­in eiga í erfiðleik­um með að fjár­magna virkj­an­ir fyr­ir stóriðju­fyr­ir­tæk­in vegna láns­fjár­krepp­unn­ar. Norðurál hef­ur óskað eft­ir því að Lands­virkj­un komi að Helgu­vík­ur­verk­efn­inu til að brúa bilið. Raf­orkan þyrfti að koma úr neðri hluta Þjórsár sem stjórn Lands­virkj­un­ar hef­ur tekið frá fyr­ir aðra upp­bygg­ingu en stóriðju á Suður- og Vest­ur­landi. Þá er í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar kveðið á um að eng­ar ákv­arðanir verði tekn­ar um virkj­an­ir í neðri hluta Þjórsár fyrr en ný ramm­a­áætl­un um vernd og nýt­ingu nátt­úru­svæða ligg­ur fyr­ir. Hún á að koma fram í vet­ur.

Á hinn bóg­inn lofaði rík­is­stjórn­in fyr­ir skömmu, við gerð stöðug­leika­sátt­mál­ans, að greiða götu fram­kvæmda vegna ál­vera í Helgu­vík og Straums­vík. „Kapp­kostað verður að eng­ar hindr­an­ir verði af hálfu stjórn­valda í vegi slíkra fram­kvæmda eft­ir 1. nóv­em­ber.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert