Hollendingar þrýsta á Íslendinga

Retuers

Ut­an­rík­is­ráðherra Hol­lands, Max­ime Ver­hagen, hringdi í dag í Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra og þrýsti á að Alþingi ljúki af­greiðslu Ices­a­ve-sam­komu­lags­ins og samþykki það. Greint er frá þessu í hol­lensk­um fjöl­miðlum í dag. 

Á vef hol­lenska dag­blaðsins Trouw er farið yfir það þegar hundruð þúsunda hol­lenskra spari­fjár­eig­enda stóðu frammi fyr­ir því að geta ekki end­ur­heimt þá fjár­muni sem þeir áttu inni á reikn­ing­um Lands­bank­ans. Í kjöl­farið hafi ís­lensk stjórn­völd og hol­lensk og bresk gengið frá sam­komu­lagi um hvernig end­ur­greiða ætti spari­fjár­eig­end­um í Hollandi og Bretlandi.

Þar sem Ísland sé tækni­lega gjaldþrota og gæti ekki greitt inni­stæðueig­end­um þá hafi stjórn­völd samið um að hol­lensk stjórn­völd myndu lána ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir inni­stæðunum til 15 ára. Hins veg­ar eigi Alþingi enn eft­ir að samþykkja sam­komu­lagið.

Svo virðist sem ein­hver snuðra sé hlaup­in á þráðinn því í dag­blaðinu Volkskr­ant í dag hafi verið greint frá því að vænt­an­lega sé ekki meiri­hluti á Alþingi fyr­ir sam­komu­lag­inu.

Ver­hagen seg­ir í sam­tali við Trouw að það sé al­gjör­lega nauðsyn­legt að Ísland samþykki sam­komu­lagið. Ann­ars geti liðið lang­ur tími þar til Ísland fái inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. 

„Lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar myndi flýta fyr­ir um­sókn­ar­ferli Íslands í Evr­ópu­sam­bandið," seg­ir Ver­hagen. Það myndi sýna það og sanna að Íslend­ing­ar taki til­skip­an­ir ESB al­var­lega.

Sjá nán­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert