Skátar á hestbaki kryfja Halldór Laxness

Mynd Stefanía G Jónsdóttir

Hóp­ur 47 er­lendra skáta frá Frakklandi, Ítal­íu, Nor­egi, Spáni, Lúx­em­borg og Kan­ada valdi sér fjög­urra daga leiðang­ur­inn „Hall­dór and The Horses“ á Roverway skáta­mót­inu sem nú stend­ur yfir.

Skát­arn­ir dvelja á æsku­slóðum Lax­ness í Mos­fells­dal og taka þátt í fjöl­breyttri dag­skrá frá morgni til kvölds.

Í gær var farið í hesta­ferð frá Lax­nesi og um Mos­fells­dal­inn, síðan mættu skát­arn­ir 47 vopnaðir hníf­um sín­um og aðstoðuðu bænd­ur í daln­um við að skera niður njóla í vænt­an­legu rækt­ar­landi.

Í dag hélt hóp­ur­inn fót­gang­andi í Álafosskvos­ina þar sem Gaui Litli tók á móti þeim og sýndi þeim kvik­mynda­stúd­íó og menn­ing­ar­starf­sem­ina í kvos­inni. Litið var við í upp­töku­stúd­íói Sig­ur Rós­ar, hnífa­smiður og fleira hand­verks­fólk heim­sótt.  Í kvöld ætl­ar hóp­ur­inn að ganga á Esj­una í fylgd ís­lenskra Hjálp­ar­sveita­skáta og viðburðarík­um degi lýk­ur svo und­ir miðnætti með varðalda­söng og heitu kakói fyr­ir svefn­inn.

Hápunkt­ur leiðang­urs­ins er svo á morg­un þegar hóp­ur­inn heim­sæk­ir Gljúfra­stein, kynn­ir sér lífs­hlaup og Hall­dórs Lax­ness, kryf­ur sög­ur Nó­bels­skálds­ins og þræðir göngu­slóðir Kilj­ans í tún­fæt­in­um og upp að Helgu­fossi.

Á föstu­dag held­ur hóp­ur­inn að Úlfljóts­vatni þar sem hann hitt­ir yfir 3000 skáta­systkini sín úr hinum 52 leiðöngr­um Roverway-skáta­móts­ins og tek­ur þátt í fjöl­breyttri dag­skrá fram á þriðju­dag í næstu viku.

Mynd Stef­an­ía G Jóns­dótt­ir
Mynd Stef­an­ía G Jóns­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert