Hópur 47 erlendra skáta frá Frakklandi, Ítalíu, Noregi, Spáni, Lúxemborg og Kanada valdi sér fjögurra daga leiðangurinn „Halldór and The Horses“ á Roverway skátamótinu sem nú stendur yfir.
Skátarnir dvelja á æskuslóðum Laxness í Mosfellsdal og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá frá morgni til kvölds.
Í gær var farið í hestaferð frá Laxnesi og um Mosfellsdalinn, síðan mættu skátarnir 47 vopnaðir hnífum sínum og aðstoðuðu bændur í dalnum við að skera niður njóla í væntanlegu ræktarlandi.
Í dag hélt hópurinn fótgangandi í Álafosskvosina þar sem Gaui Litli tók á móti þeim og sýndi þeim kvikmyndastúdíó og menningarstarfsemina í kvosinni. Litið var við í upptökustúdíói Sigur Rósar, hnífasmiður og fleira handverksfólk heimsótt. Í kvöld ætlar hópurinn að ganga á Esjuna í fylgd íslenskra Hjálparsveitaskáta og viðburðaríkum degi lýkur svo undir miðnætti með varðaldasöng og heitu kakói fyrir svefninn.
Hápunktur leiðangursins er svo á morgun þegar hópurinn heimsækir Gljúfrastein, kynnir sér lífshlaup og Halldórs Laxness, kryfur sögur Nóbelsskáldsins og þræðir gönguslóðir Kiljans í túnfætinum og upp að Helgufossi.
Á föstudag heldur hópurinn að Úlfljótsvatni þar sem hann hittir yfir 3000 skátasystkini sín úr hinum 52 leiðöngrum Roverway-skátamótsins og tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá fram á þriðjudag í næstu viku.