Össur afhenti Svíum aðildarumsóknina að ESB

Össur Skarphéðinsson ásamt Carli Bildt í Stokkhólmi í morgun.
Össur Skarphéðinsson ásamt Carli Bildt í Stokkhólmi í morgun. Reuters

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra af­henti Carli Bildt, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar, aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu með form­leg­um hætti við hátíðlega at­höfn sænska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í Stokk­hólmi í morg­un.

Össur ræddi við Bildt um um­sókn­ar­ferlið og næstu skref varðandi aðild Íslands að ESB. Í kjöl­farið hófst blaðamanna­fund­ur kl. 10:45 að sænsk­um tíma.

„Í dag hef ég þeirri sögu­legu skyldu að gegn að af­henda aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu með form­leg­um hætti,“ sagði Össur við at­höfn­ina í dag.

Sví­ar tóku við for­sæti í Evr­ópu­sam­band­inu í byrj­un þessa mánaðar og munu gegna því næsta hálfa árið.

ESB-síða Svía.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert