Skátar í íslenskri fjallarómantík

Mynd Skátar/GSt

Tjald­búð tæ­plega 3.200 skáta frá 50 löndum rís við Úlf­ljót­s­va­tn á mor­g­un. Þetta eru þáttt­akend­ur Roverway skát­a­mótsins sem nú stend­ur yfir. Frá því á mánudag hafa 52 fi­m­m­t­íu manna hó­par verið í leiðöng­rum víðsvegar um landið en á mor­g­un sa­meinast hó­p­u­rinn að Úlf­ljót­s­va­tni og efnir til hátíðar. Fi­m­m­t­íu skátar frá Spáni, Port­úgal,Frak­kland, N-Írlandi, Ték­kland og Svíþjóð völdu sér leiðang­u­rinn Fj­allaróm­ant­ík á fy­rri hluta Roverway.

Skátarnir eru á ald­rinum 18 – 22 ára og eru með tjald­búð sína í Es­j­u­hlíðum. Hó­p­u­rinn hef­ur undanfarna daga gengið á Es­j­una, Móskarðshnjúka, Tröllaskarð og að Tröllaf­ossi, sem rey­nd­ist þegar að var komið hálf­gerður Dvergaf­oss sö­kum va­tns­ley­sis.

Sólskin og blíðviðri undanfarna daga hef­ur ekki dr­egið úr róm­ant­íkinni í ferðinni og er ekki la­ust við að bi­rti yfir andlitum spæns­ku og fröns­ku dr­eng­janna þegar sæns­ku skát­aljós­kunum þykir bet­ra að vera í hlýra­bol en flís­pey­su.

Varðeldarnir á kvöld­in, þar sem sungið er við gíta­rs­pil og snar­kið í eld­inum draga ekki úr stem­ning­unni.

Í gær fór leiðang­u­rinn í sjálf­boðavinnu á svæði Skógrækta­r­f­élags Mos­f­ellsbæj­ar við Hamra­hlíð. Þar var unnið dagl­angt við að bera hr­ossatað og ann­an líf­ræn­an áburð að vænt­anlegum Jólat­rjám Mos­f­ellinga og sny­rta stíga. Í fallegum greni­lundi byggði hó­p­u­rinn borð og bekki og burðar­grind í stórt Ind­íánatjald úr trjást­ólpum úr skóg­inum. Dag­s­v­erkinu lauk svo í Lága­f­ellsla­ug þar sem skát­unum þótti gott að þrífa af sér hr­ossataðsly­kt­ina og göslast í heita pott­inum.

Alþingi að Úlf­ljót­s­va­tni

Á mor­g­un held­ur hó­p­u­rinn að Úlf­ljót­s­va­tni þar sem hann hittir yfir 3.000 skátas­y­st­kini sín úr hinum 52 leiðöng­rum Roverway-skát­a­mótsins og tekur þátt í fjölbrey­ttri dagsk­rá fram á þriðjudag í næstu viku.

Alm­ennu dagsk­r­ánni er ski­pt upp í  5 dagsk­r­árþorp en þar má finna Listaþorpið ( Arty party Village), Þjóðfélagsþorpið ( Politic, soci­ety, sci­ence and tec­hnology Village), Um­hverfisþorpið (Env­ir­onm­ent Village), Víkingaþorpið ( Viking Village) og Íþróttaþorpið (Sport Village).

Auk þess verður boðið upp á fjölda stutt­ra ferða um nágrenni Úlf­ljót­s­va­tns og fjölbrey­tta skem­m­t­id­agsk­rá. Fimm kaffi­hús verða opin á svæðinu, hvert með sína sérstöðu í veitingum, tónlist og stem­ningu, m.a. Tékkn­eskt tehús, Buris Boozt Bar,  Ýmis Inn, Ginn­ung­ag­ap Staff Café og Cafe Auðhu­m­la. Íslen­skar bíó­m­y­nd­ir verða á kv­ik­m­y­nd­atjaldi, Útva­rpsstöðin Ragnarök 93,1 er tónlista­rstöð mótsins og fly­t­ur jafnframt fréttir af markverðustu viðburðum mótsins hver­ju sinni og dag­blaðið Rat­atoskr kem­ur út dag­l­ega og fly­t­ur af fréttir og upplýs­ing­ar um það sem hæst ber.

Karnival á sunnudag

Karnival-dag­u­rinn, sunnudaginn 26. júlí verður há­p­unkt­ur skem­m­t­id­agsk­r­árinnar. Skem­m­t­id­agsk­r­á­in hef­st kl. 14:00 og stend­ur fram eftir kvöldi, öll kaffi­hús­in verða opin og allir erlendu hó­parnir, 50 tals­ins, setja upp ky­nning­ar­bása með þjóðlegri menning­ar og skem­m­t­id­agsk­rá.

Fjölbrey­tnin er gríðarleg og geta þáttt­akend­ur lært gríska, skoska, tékkn­eska, rú­m­enska, slóvenska, bú­lg­arska, kat­alónska, írska og spænska dansa. Þá geta þeir lært að búa til grískt „kom­poloi“, ky­nnst hollens­kum dr­ottning­ard­egi, ky­nnst búlg­örs­ku hand­v­erki, leikið maltneskt „passju“ og slóvenskt „li­et­a­éky“, tekið þátt í sænskri „Mini-Wasa“ skíðagöngu án skíða, leikið á slóvenskt „fuj­ara“  sm­akkað á Lúx­em­búgrís­kum „Knidd­elen“, spæns­kum om­m­ilettum, finns­kum pönnu­k­ö­kum, bava­ri­an osti, þýsku „Tschai“, svo fátt eitt sé nefnt.

Mynd Skátar/​GSt.
Mynd Skátar/​GSt
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert