Skátar lögðu hönd á plóg á Þingvöllum

Mynd skátar/Toby

Yfir eitt­hundrað skát­ar frá Aust­ur­ríki, Englandi, Finn­landi, Frakklandi, Portúgal, Slóven­íu, Spáni og Frakklandi unnu í gær við stíga­gerð, hreins­un­ar­störf og frá­gang við bruna­rúst­ir Val­hall­ar að Þing­völl­um.

Skát­arn­ir koma úr tveim­ur leiðang­urs­ferðum Roverway skáta­móts­ins, þeir höfðu hugsað sér að ganga á topp Heklu en vegna skjálfta­virkni og kviku­hreyf­inga  ráðlögðu Al­manna­varn­ir skát­un­um að velja sér hættu­minna svæði. Átta­vit­um og GPS tækj­um var því snúið að Skjald­breið og gengið upp á topp, er­lendu skát­un­um sem sjaldn­ast sjá fjöll fyr­ir skóg­lendi þótti mikið til koma og út­sýnið stór­feng­legt, skát­arn­ir fengu gull­fal­legt veður á fjall­göng­unni, sól og heiðríkju þannig að vel sást til allra átta.
 
Í dag voru hóp­arn­ir tveir í hella­skoðun­ar­ferð á Lyng­dals­heiði og rann­saka meðal ann­ars Gjá­bakka­helli, Litla Björn og Vörðuhelli.
Á morg­un held­ur hóp­ur­inn að Úlfljóts­vatni þar sem hann hitt­ir yfir 3.000 skáta­systkini sín úr hinum 52 leiðöngr­um Roverway-skáta­móts­ins og tek­ur þátt í fjöl­breyttri dag­skrá fram á þriðju­dag í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert