Sex sundgarpar tóku um liðna helgi þátt í því sem talið er vera fyrsta Hríseyjarsund sögunnar, en synt var frá landi til eyjar. Áður hafa þó tveir synt í land frá eyjunni.
Vegalengdin á sundinu er 3,2 kílómetrar og var hitastig sjósins 11,4 gráður samkvæmt mælingu í höfninni daginn áður. Sundfólkinu fannst að sögn sjórinn kaldur en hitastigið við Fossvog, þar sem sjósund er stundað af hvað mestu kappi, hefur undanfarið verið 15-17 gráður. Sundkapparnir létu það þó ekki stöðva sig og synti enginn í neprongalla heldur syntu allir í sundbol- eða skýlu.
Fyrstu þrjú sætin hrepptu eftirfarandi:
Þórdís Hrönn varð því fyrst allra svo vitað sé til að synda frá landi til Hríseyjar. Eins og sjá má látli litlu muna á milli annars og þriðja sætis, en til að stoppa tímann þurfti að hlaupa upp í sundlaugina þegar tekið var land. Margt var um manninn til að hvetja sundkappana áfram og hófst mikið spretthlaup þegar Þorgeir og Heiða komu í land undir hvatningarhrópum. Þorgeir hljóp hraðar og náði því öðru sæti, með 35 sekúndna forskoti.
Meðal þeirra sem syntu var Einar Guðmundsson sem var óvandur langsundum, en hann hafði aldrei synt lengri vegalengt en 900 metra í sjó fyrir þetta sund, eða til Viðeyjar. Hann synti án sundhettu og gleraugna og synti bringusund alla leið. Hann var 1 klukkutíma og 45 mínútur í sjónum og lenti í mun meiri straumum en fyrsta sundfólkið þar sem útfall kom þegar hann var að klára. Það þykir mikið þrekvirki að synda þessa vegalengd óvanur langsundum með þessari aðferð.
Meðal sundamanna var einnig Benedikt Hjartarson sem hefur synt yfir Ermasund. Hann kom fjórði í land.
Sundið þóttist heppnast vel og er stefnt að því að þetta verði árlegur viðburður héðan í frá og verður synt á Hríseyjarhátíð, sem ávalt er um miðjan júlí.
Sjá nánar á vefsíðu Hríseyjar