ESB-umsókninni vísað áfram

Össur Skarphéðinsson ásamt Carli Bildt í síðustu viku.
Össur Skarphéðinsson ásamt Carli Bildt í síðustu viku. Reuters

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar aðild­ar­ríkja ESB, sem hitt­ust á fundi í Brus­sel í morg­un, hafa samþykkt að vísa um­sókn Íslands til fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta kem­ur fram í er­lend­um fjöl­miðlum, m.a. á frétta­vef Bloom­berg.

Kl. 13 að ís­lensk­um tíma hefst blaðamanna­fund­ur þar sem form­lega verður greint frá niður­stöðu ut­an­rík­is­ráðherr­anna.

Mik­il und­ir­bún­ings­vinna mun nú vænt­an­lega hefjast. Stækk­un­ar­skrif­stofa ESB, und­ir for­ystu Oll­is Rehn, set­ur sam­an litla deild til að taka sam­an skýrslu um hversu vel Ísland er í stakk búið til aðild­ar, hvort við full­nægj­um þeim skil­yrðum sem nýj­um aðild­ar­ríkj­um eru sett og hvaða vanda­mál geta komið upp í viðræðum. Full­bú­in skýrsla verður svo lögð fyr­ir leiðtoga­fund sam­bands­ins, þar sem einnig verður óskað eft­ir umboði til samn­ingsviðræðna. Íslensk stjórn­völd von­ast til að þetta haf­ist fyr­ir leiðtoga­fund­inn í des­em­ber, í lok for­mennskumiss­er­is Svía.

Fram hef­ur komið að Ísland muni ekki geta stytt sér leið í aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið, að sögn Svía sem nú eru í for­sæti í sam­band­inu. Þetta sagði Carl Bildt ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar fyr­ir fund ut­an­rík­is­ráðherra ESB í Brus­sel í morg­un. Hann sagði ljóst að leiðin væri styttri fyr­ir Ísland en ýmsa aðra.

„Það er eng­in hraðbraut fyr­ir Ísland, en aug­ljós­lega er braut­in styttri fyr­ir Ísland því þeir eru hluti af innri markaðnum og Schengen svæðinu,“ sagði Bildt. Hann sagði að tekið yrði eitt skref í einu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert