Arðsemi íslenskra orkufyrirtækja lítil

Kárahnjúkavirkjun
Kárahnjúkavirkjun mbl.is/RAX

Arðsemi af fjár­magni bundið í orku­vinnslu er rúm­lega helm­ingi minni að jafnaði en í ann­arri at­vinnu­starf­semi, að stóriðju og fjár­mála­starf­semi und­an­skil­inni. Þá er arðsemi ís­lenskra orku­fyr­ir­tækja tals­vert lak­ari en orku­fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu.

Þetta er meðal niðurstaðna í fyrstu áfanga­skýrslu um mat á afrakstri orku­sölu til er­lendr­ar stóriðju fyr­ir ís­lenska þjóðarbúið sem unn­in var fyr­ir fjár­málaráðuneytið.

Á und­an­förn­um árum hafa fjár­fest­ing­ar í orku­ver­um til að selja orku til stóriðju­vera farið vax­andi hér­lend­is. Mest af þess­um fram­kvæmd­um hef­ur verið á veg­um orku­fyr­ir­tækja í op­in­berri eigu. Mjög tak­markaðar at­hug­an­ir á þjóðhags­legri hag­kvæmni þess­ar­ar þró­un­ar hafa verið gerðar. Efna­hags- og þró­un­ar­stofn­un­in (OECD) hef­ur oftsinn­is kallað eft­ir því í skýrsl­um sín­um að gerð verði at­hug­un á þessu, nú síðast í fe­brú­ar 2008.

Í apríl 2009 samdi Fjár­málaráðuneytið við Sjón­arrönd ehf. um að fram­kvæma mat á afrakstri orku­sölu til er­lendr­ar stóriðju fyr­ir ís­lenska þjóðarbúið.

Verk­efnið grein­ist í tvo meg­in­verkþætti. Ann­ars veg­ar á að leggja mat á arðsemi orku­sölu til stóriðju og hins veg­ar á að meta þjóðhags­leg áhrif af er­lend­um fjár­fest­ing­um í stóriðju. Áfanga­skýrsl­an sem nú hef­ur verið skilað er í sam­ræmi við ver­káætl­un en end­an­leg­um niður­stöðum verður skilað síðar á ár­inu.

Helstu niður­stöður áfanga­skýrsl­unn­ar eru að

  • Sam­an­b­urður á arðsemi orku­fyr­ir­tækja og arðsemi í ann­arri at­vinnu­starf­semi hér­lend­is gef­ur til kynna að arðsemi af fjár­magni sem bundið var í orku­vinnslu og dreif­ingu 1988-2006 hafi að jafnaði verið um 1,7%, sam­an­borið við 3,8% í ann­arri at­vinnu­starf­semi að stóriðju og fjár­mála­starf­semi und­an­skil­inni.
  • Sam­an­b­urður á arðsemi ís­lenskra orku­fyr­ir­tækja og orku­fyr­ir­tækja í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um bend­ir til að hún sé tals­vert lak­ari hér á landi. Á því tíma­bili sem skoðað var (2000-2006/​8) var arðsemi af fjár­magni sem bundið er í orku­vinnslu og dreif­ingu eft­ir skatta í námunda við 10,8% í Banda­ríkj­un­um og um 7% í Evr­ópu en ein­ung­is um 2,4% á Íslandi.
  • Í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um stand­ast orku­fyr­ir­tæki arðsem­is­kröfu bet­ur en aðrar at­vinnu­grein­ar. Íslensk orku­fyr­ir­tæki stand­ast hana þriðjungi verr en aðrar ís­lensk­ar at­vinnu­grein­ar.
  • Kostnaður vegna kaupa á kol­efniskvót­um get­ur haft um­tals­verð áhrif á arðsemi orku­frekra fyr­ir­tækja sem losa gróður­húsaloft­teg­und­ir.
  • Miðað við lík­leg­an nátt­úru­kostnað af dæmi­gerðum virkj­ana­fram­kvæmd­um er þjóðhags­leg arðsemi þeirra senni­lega um­tals­vert minni en hefðbundn­ir arðsem­is­reikn­ing­ar (sem ekki taka til­lit til um­hverf­is­spjalla) gefa til kynna.
  • Stóriðja jókst mjög að fyr­ir­ferð í hag­kerf­inu fram á 2008. Ný ál­ver tóku til starfa og verð á áli og orku hækkaði mikið um tíma. Þá hafa fram­kvæmd­ir við stóriðju kynt und­ir þenslu á vinnu­markaði und­an­far­in ár. Mikl­ar sveifl­ur eru í þess­um geira. Í júni 2009 er verð á áli og raf­magni frá stóriðju rétt rúm­ur helm­ing­ur þess sem var á sama tíma í fyrra í doll­ur­um talið. Tekj­ur ís­lenskra orku­fyr­ir­tækja minnka að sama skapi og niður­sveifla í efna­hags­líf­inu verður meiri en ella.

Fyr­ir hönd Sjónarr­and­ar unnu að gerð skýrsl­unn­ar Þor­steinn Sig­laugs­son hag­fræðing­ur, Dr. Sig­urður Jó­hann­es­son hag­fræðing­ur, Dr. Ásgeir Jóns­son lektor við Há­skóla Íslands og Dr. Ragn­ar Árna­son pró­fess­or í hag­fræði við Há­skóla Íslands.

Í til­kynn­ingu fjár­málaráðuneyt­is­ins seg­ir að ljóst sé að orku­fram­kvæmd­ir til stóriðju­nota hafi ýms­ar efna­hags­lega já­kvæðar hliðar. Á móti þess­um kost­um komi hins veg­ar veiga­mik­il atriði sem hugs­an­lega eru nei­kvæð. Tak­markaðar upp­lýs­ing­ar og rann­sókn­ir liggi fyr­ir um þessa þætti alla og þar með afrakst­ur mjög hraðrar upp­bygg­ing­ar í orkuiðnaði og stóriðju – þ.e. hve ódýra orku Íslend­ing­ar geta raun­veru­lega boðið án þess að bera skarðan hlut frá borði. Mark­mið út­tekt­ar­inn­ar er að varpa ljósi á þetta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert