Frábær þjóðhátíð

Það var mikið stuð í brekkunni í gærkvöldi.
Það var mikið stuð í brekkunni í gærkvöldi. Mbl.is/Sigurgeir

Marg­ir eru nú ým­ist komn­ir heim frá þjóðhátíð í Eyj­um eða á leiðinni en hátíðin er hin stærsta frá upp­hafi. Talið er að um fjór­tán þúsund manns hafi verið í Brekk­unni í gær þegar hápunkti hátíðar­inn­ar var náð. Bæði gest­ir og móts­hald­ar­ar eru ánægðir með helg­ina.

Talið er að um fjór­tán þúsund gest­ir hafi verið í Brekk­unni í gær­kvöldi þegar Árni Johnsen hóf upp raust sína og leiddi hinn víðfræga brekku­söng en hann er af flest­um tal­inn vera hápunkt­ur þjóðhátíðar í Vest­manna­eyj­um. Lauk hon­um á því að sung­inn var ís­lenski þjóðsöng­ur­inn. Fjöldi þekktra hljóm­sveita hafði þá stigið á svið og haldið uppi fjör­inu, svo sem KK, Bubbi, Land og syn­ir, Skíta­mórall og Hjálm­ar. Þá voru blys­in ógleym­an­leg en þegar kveikt hafði verið á hand­blys­um mynduðu þau log­andi keðju um dal­inn. Að síðustu var svo glæsi­leg flug­elda­sýn­ing.

Aðstand­end­ur hátíðar­inn­ar eru afar ánægðir með helg­ina og segja hana hafa verið frá­bæra í alla staði. Afar vel hafi tek­ist til með allt og all­ir skemmt sér kon­ung­lega.

Í dag lá svo straum­ur­inn frá Eyj­um og komust færri frá en vildu. Upp­bókað var bæði í Herjólf og flug og þeytt­ust þyrlurn­ar sömu­leiðis á milli lands og eyja. Fjöldi manns beið við af­greiðslu Herjólfs og eins á flug­stöðinni eft­ir flugi og eins beið góður hluti upp á von og óvön eft­ir laus­um miðum en ávallt ger­ist það að ein­hverj­ir láta sig vanta og þá losn­ar miði. 

Herjólf­ur fór ann­ars þrjár ferðir í dag, Flug­fé­lag Íslands 30 og Flug­fé­lag Vest­manna­eyja um 160. Erfitt er að kom­ast frá eyj­unni á morg­un og lík­legt að þeir sem ekki hafa þegar tryggt sér far kom­ist ekki fyrr en á miðviku­dag til baka.

Blyshringurinn í gær var glæsilegur.
Blys­hring­ur­inn í gær var glæsi­leg­ur. Mbl.is/​Sig­ur­geir
Það var mikið stuð á tónleikum gærkvöldsins.
Það var mikið stuð á tón­leik­um gær­kvölds­ins. Mbl.is/​Sig­ur­geir
Frá flgvellinum í Vestmannaeyjum í dag þar sem Árni Gunnar …
Frá fl­g­vell­in­um í Vest­manna­eyj­um í dag þar sem Árni Gunn­ar Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Flug­fé­lags Íslands, var meðal þeirra sem tók til hend­inni með starfs­mönn­um fé­lags­ins. Mbl.is/​Sig­ur­geir
Beðið við flugstöðina.
Beðið við flug­stöðina. Mbl.is/​Sig­ur­geir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert