Financial Times fjallar um Icesave-deiluna

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, hefur sagt að í raun sé …
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, hefur sagt að í raun sé ekki ágreiningur um hvað megi betur fara í frumvarpinu um ríkisábyrgðina. Ágreiningurinn snúist um í hvaða búning eigi að færa fyrirvarana. mbl.is/Kristinn

Fin­ancial Times fjall­ar um þá patt­stöðu sem hef­ur skap­ast á Alþingi vegna Ices­a­ve-deil­unn­ar við Breta og Hol­lend­inga. Bú­ist hafi verið við því greidd yrðu at­kvæði um málið í þess­ari viku. Hart hafi verið deilt um málið und­an­farna tvo mánuði sem eru liðnir frá því sam­komu­lag náðist á milli deiluaðila.

Fram kem­ur að sam­komu­lagið sé enn til skoðunar hjá fjár­laga­nefnd Alþing­is. Mik­il spenna sé á milli stjórn­ar­flokk­anna og málið gæti bundið enda á sam­starfið. Það myndi tefla stuðningi annarra ríkja við upp­bygg­ing­ar­starfið á Íslandi í tví­sýnu.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, skrifaði grein í Morg­un­blaðið í dag þar sem hann seg­ir m.a. að: „Ef gera á nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á Ices­a­ve-samn­ing­un­um verður það ekki gert án nýrra viðræðna. Það er hrein sjálfs­blekk­ing að halda öðru fram."

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra tel­ur að til­lög­ur, sem kynnt­ar voru í fjár­laga­nefnd í gær um Ices­a­ve-sam­komu­lagið séu veru­lega góður sátta­grund­völl­ur. „Það er ekki öll nótt úti enn," sagði Jó­hanna á Alþingi í dag.

Um­fjöll­un FT.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert