Jóhanna skrifar á vef Financial Times

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Eggert Jóhannesson

Grein eft­ir Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, birt­ist nú rétt fyr­ir klukk­an sjö á vef Fin­ancial Times. Er fyr­ir­sögn henn­ar „Iceland­ers are angry but will make sacrifices“ eða „Íslend­ing­ar eru reiðir en munu færa fórn­ir.“ Í henni seg­ir Jó­hanna fá lönd í hinum þróaða heimi glíma við jafn­mörg vanda­mál og Ísland ger­ir nú.

Í grein­inni hafn­ar Jó­hanna ásök­un­um um að Íslend­ing­ar vilji kenna Bret­um og Hol­lend­ing­um um allt sem miður hef­ur farið í tengsl­um við Ices­a­ve-málið. Hún seg­ir að þjóðin sé ósátt við að þurfa að bera ábyrgð inni­stæðum sem stofnað var til hjá einka­rekn­um banka en þeir séu til­bún­ir að færa fórn­ir til að tryggja eðli­leg sam­skipti og viðskipti við þjóðir heims.

Þá gagn­rýn­ir hún bresk stjórn­völd fyr­ir að hafa beitt hryðju­verka­lög­un­um á Ísland í kjöl­far efna­hags­hrunið. Furðar hún sig á að ekki hafi verið gefn­ar full­nægj­andi skýr­ing­ar á því þrátt fyr­ir gagn­rýna skýrslu fjár­mála­nefnd­ar neðri deild­ar breska þings­ins.

Einnig seg­ir hún að erfiðlega hafi gengið að sann­færa Alþingi um að full­gilda Ices­a­ve sam­komu­lagið. Seg­ir hún að um­fjöll­un Fin­ancial Times um meint­an þrýst­ing hol­lenskra yf­ir­valda á Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn varðandi lán­veit­ing­ar til Íslend­inga hafa haft áhrif á það.

Jó­hanna skrif­ar að hún voni að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar geri sér grein fyr­ir hversu mik­il áhrif þarlend stjórn­völd geti haft á smáþjóð í krögg­um. 

Grein Jó­hönnu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert