Laus úr haldi lögreglu

Lögreglustöðin í Reykjanesbæ
Lögreglustöðin í Reykjanesbæ Af vef lögreglunnar

Sex­menn­ing­arn­ir sem voru hand­tekn­ir eft­ir að hafa hlekkjað sig við vinnu­vél­ar á vinnusvæði Norðuráls í Helgu­vík í morg­un eru laus­ir úr haldi.  Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um var tek­in skýrsla af fólk­inu og það látið laust að því loknu.

Kl. 07:15 í morg­un var til­kynnt að mót­mæl­end­ur væru kom­ir inn á vinnusvæði Norðuráls í Helgu­vík.  Lög­reglu­menn fóru á vett­vang og kom í ljós að 6  voru hlekkjaðir við vinnu­vél­ar þannig að vinna á svæðinu tafðist.  Sam­tals voru 12 mót­mæl­end­ur á svæðinu og yf­ir­gáfu 6 þeirra svæðið eft­ir að lög­regl­an gaf fyr­ir­mæli þess efn­is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert