Sexmenningarnir sem voru handteknir eftir að hafa hlekkjað sig við vinnuvélar á vinnusvæði Norðuráls í Helguvík í morgun eru lausir úr haldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var tekin skýrsla af fólkinu og það látið laust að því loknu.
Kl. 07:15 í morgun var tilkynnt að mótmælendur væru komir inn á vinnusvæði Norðuráls í Helguvík. Lögreglumenn fóru á vettvang og kom í ljós að 6 voru hlekkjaðir við vinnuvélar þannig að vinna á svæðinu tafðist. Samtals voru 12 mótmælendur á svæðinu og yfirgáfu 6 þeirra svæðið eftir að lögreglan gaf fyrirmæli þess efnis.