Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum hefur hópur mótmælenda safnast saman á Helguvíkursvæðinu, þar sem álversframkvæmdir Norðuráls standa yfir. Talið er að hópurinn tengist samtökunum Saving Iceland. Lögreglan er á staðnum.
Að sögn varðstjóra eru um átta einstaklingar á svæðinu. Þeir hafa hlekkjað sig grindverk, en ekki liggur fyrir hvort þeir hafa hlekkjað sig við vinnuvélar.