Tófan bar hjarta og lifur úr nýdrepnu lambinu

Refur í ætisleit.
Refur í ætisleit.

„Þessi dýr eru eins og hund­ar, þau eru svo stór og öfl­ug,“ seg­ir Birg­ir Hauks­son refa­skytta í Vala­gerði í Skagaf­irði. Hann og Bald­vin Sveins­son á Tjörn á Skaga unnu þrjú greni dýr­bíta í Staðarfjöll­um og Þver­fjalli, af­rétt­um Skag­f­irðinga og Hún­vetn­inga, í sum­ar. Birg­ir áætl­ar að hræ af sjö­tíu lömb­um hafi verið við gren­in.

Birg­ir og Bald­vin voru við hefðbundna grenja­leit í Staðarfjöll­um. „Við sáum mik­inn aðburð við fyrsta grenið,“ seg­ir Birg­ir. Þeir unnu fjög­ur greni í Staðarfjöll­um og Þver­fjalli og voru greini­leg merki um dýr­bíta í þrem­ur þeirra. Þeir náðu öll­um dýr­un­um, 29 tals­ins.

„Maður legg­ur sig sér­stak­lega fram við að ná þeim þegar svona er.“

Þegar þeir lágu á einu gren­inu kom ref­ur­inn heim og þeim fannst hann ekki bera neitt. Annað kom þó í ljós þegar þeir höfðu skotið dýrið. Ref­ur­inn var með hjarta og lif­ur úr nýdrepnu lambi vafið inn í ull­ar­lagða. „Þetta var svo nýtt að við lá að hjartað slægi ennþá.“

Mik­ill aðburður

Fram kem­ur í bók Theo­dórs Gunn­laugs­son­ar frá Bjarmalandi, Á refa­slóðum, að meðfædd hneigð valdi því oft­ast að ref­ir ger­ast dýr­bít­ar, eða bit­varg­ar eins og oft er sagt, þau komi úr grenj­um bit­dýrs, þótt til­vilj­an­ir geti einnig orðið til þess að þau kom­ist á blóðbragðið. Birg­ir tel­ur að ref­irn­ir sem þeir fé­lag­arn­ir skutu í Staðarfjöll­um og Þver­fjalli hafi al­ist upp í greni dýr­bíts og tel­ur vel geta verið að tveir ref­irn­ir hafi verið bræður og jafn­vel sá þriðji sem þeir unnu á svipuðum slóðum í fyrra. Þetta hafi verið stór og öfl­ug dýr.

Birg­ir vinn­ur fjölda grenja á hverju ári með fé­lög­um sín­um og hef­ur oft kom­ist í ná­vígi við dýr­bíta.

„Ég hef aldrei áður lent í því að finna þrjú dýr­bíta­greni í sama fjall­g­arðinum,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert