Voru gengisbundin lán bönnuð samkvæmt lögum?

Gísli Tryggvason
Gísli Tryggvason

„Sá ágrein­ing­ur sem færi fyr­ir gerðardóm væri fyrst og fremst laga­legs eðlis,“ seg­ir Gísli Tryggva­son, talsmaður neyt­enda.

Hann hef­ur, að höfðu sam­ráði við Hags­muna­sam­tök heim­il­anna, Fé­lag fast­eigna­sala, Bú­seta og Hús­eig­enda­fé­lagið o.fl. hags­munaaðila, sent fyr­ir­tækj­um og líf­eyr­is­sjóðum sem veitt hafa neyt­endalán, svo og fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra vegna Íbúðalána­sjóðs, til­mæli með ósk um viðræður við þá um gerðarsamn­ing í því skyni að leysa með skjót­um hætti úr réttarágrein­ingi um for­sendu­brest og öðrum laga­leg­um álita­mál­um um geng­is- og verðtryggð neyt­endalán. Gísli seg­ir gerðardóms­leiðina ekki bara færa held­ur líka hent­uga.

„Marg­ir hafa nefnt for­sendu­brest, til dæm­is,“ seg­ir Gísli. „Það eru marg­vís­leg lagarök, þannig að þetta er ekki eins og stjórn­mála­menn virðast hafa haldið að verið sé að veita ein­hvern af­slátt eða lækk­un. Þetta er þjóðfé­lags­lega hag­kvæm leið til að leysa úr mjög brýn­um ágrein­ingi. Ein rök­semd­in er meira að segja að það hafi verið bannað að veita geng­is­bund­in lán,“ seg­ir Gísli.

Hann kveðst hafa, sl. vor, beðið stjórn­völd um að leysa úr mál­inu. „Það mistókst og nú hef­ur biðin eft­ir lausn varað í fjóra mánuði og þá er að biðja bank­ana, kröfu­haf­ana, líf­eyr­is­sjóðina, að gang­ast inn á það sama eft­ir gild­andi lög­um. Ég var að biðja um sér­lög um sér­lausn en þó eft­ir gild­andi efn­is­regl­um.

Nú er ég hins veg­ar bú­inn að gef­ast upp á að bíða eft­ir stjórn­völd­um, má segja, og þá er að nýta gild­andi lög um gerðarsamn­inga, sem gjarn­an eru notaðir í viðskipta­líf­inu, til dæm­is ef menn vilja leysa mál með skil­virk­um hætti,“ seg­ir Gísli og bend­ir á að í gerðardómi sé ekki áfrýj­un­arstig og þess vegna taki gerðardóms­leiðin alltaf mun styttri tíma.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert