Segja Íslendinga beitta fjárkúgun

Hol­lensk og bresk stjórn­völd eru í aðsendri grein í hol­lenska blaðinu de Volkskr­ant gagn­rýnd fyr­ir harka­leg­ar aðgerðir gegn Íslend­ing­um og fleiri skuldug­um Evr­ópu­ríkj­um. Höf­und­ar grein­ar­inn­ar eru Gunn­ar Tóm­as­son, hag­fræðing­ur, hol­lensk­ur há­skóla­kenn­ari og banda­rísk­ur pró­fess­or.

Auk Gunn­ars skrifa Dirk Bezemer, dós­ent við há­skól­ann í Groningen, og Michael Hudson, pró­fess­or við Mis­souri­há­skólaa, und­ir grein­ina. Þar seg­ir, að fjár­málakrepp­una á Íslandi megi að hluta rekja til ís­lensku bank­anna og er­lendra kröfu­hafa þeirra en ís­lenska þjóðin þurfi nú að borga brús­ann.  

Þá segja grein­ar­höf­und­ar, að Evr­ópu­sam­bands­ríki séu að gera sömu mis­tök­in og banda­menn gerðu eft­ir fyrri heims­styrj­öld­ina þegar þeir neyddu þýsk stjórn­völd til að greiða háar stríðsskaðabæt­ur. Það hafi leitt til hruns þýska hag­kerf­is­ins og valdið fá­tækt og þján­ing­um í land­inu. 
 
„Vand­inn er, að lán­ar­drottn­ar á borð við Bret­land og Hol­land hafa ákveðið að verða einskon­ar full­trú­ar eig­in banka og borg­ara. Af­leiðing­in er að þeir reyna að nota alþjóðleg­ar stofn­an­ir til að beita sér í þeirra þágu með því að hóta að Ísland fái ekki stuðning frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum eða aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

„Það er merki­legt að op­in­ber umræða í Hollandi... virðist telja fjár­kúg­un af þessu tagi full­kom­lega rétt­læt­an­lega. Hún bygg­ir á því, að skuld sé skuld og þeir sem fái lánað verði að borga. Rík­is­stjórn Íslands og ís­lenska þjóðin verða að herða beltið," seg­ir í grein­inni.

Þá kem­ur fram að er­lend­ar skuld­ir Íslands séu nú um 240% af vergri lands­fram­leiðslu. „Engu landi hef­ur nokk­urn tíma tek­ist að greiða slík­ar skuld­ir," segja fræðimenn­irn­ir og bæta við að ís­lensk stjórn­völd verði aug­ljós­lega að taka meiri lán. „Þetta er öngstræti," segja þeir.

Grein­in í de Volkskr­ant

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert