Maríjúana hækkar í verði

Lögregla hefur lagt hald á mikið magn af kannabisplöntum á …
Lögregla hefur lagt hald á mikið magn af kannabisplöntum á síðustu mánuðum.

Kannabisefni í formi maríjúna hefur hækkað verulega í verði á síðustu mánuðum og er nú rúmar 4000 krónur grammið, að því er kemur fram á vef SÁÁ.

SÁÁ birtir reglulega upplýsingar um verð á fíkniefnum og byggir á frásögnum fíkniefnaneytenda sem leita til stofnunarinnar.

Segir SÁÁ að lögreglan hafi lagt hald á mikið magn af amfetamíni síðastliðið haust og lokað kannabisökrum í vor. Í kjölfar þess hafi mátt búast við minna magni af þessum efnum á markaðnum og hækkandi verði á kannabisi og amfetamíni.

Þetta hafi gengið eftir. Verð á amfetamíni hafi hækkað um 1000 krónur á síðustu 10 mánuðum og sé nú um 5000 krónur. Þá hafi verð á maríjúana hækkað umtalsvert eða um tæpar 1400 krónur og sé 4130 krónur.

Vefur SÁÁ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert