Kynna nýja áætlun norrænna menningarmálaráðherra

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Skapti Hallgrímsson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta­mála- og sam­starfs­ráðherra Norður­land­anna, mun á alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Tór­on­tó í dag kynna nýja áætl­un nor­rænu menn­ing­ar­málaráðherr­anna í svo­kölluðu hnatt­væðing­ar­ferli en hún á að auka veg nor­rænn­ar menn­ing­ar á alþjóðavett­vangi.

Þá mun hún fyr­ir hönd Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar taka þátt í að kynna High Five Toronto, nýja styrkja­áætl­un á veg­um Nor­ræna kvik­mynda- og sjón­varps­sjóðsins, sem miðar að því að efla dreif­ingu og kynn­ingu á nor­ræn­um kvik­mynd­um sem eru að fara á alþjóðleg­an markað, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá ráðherra­nefnd­inni.  

Mun Katrín  kynna fyr­ir ýms­um forkólf­um í kanadísku menn­ing­ar­lífi, sam­kvæmt til­kynn­ingu, hnatt­væðingaráætl­un menn­ing­ar­málaráðherr­anna, sem nær fram til árs­ins 2012 og kveður á um aðgerðir til að markaðssetja nor­ræn­ar kvik­mynd­ir, tölvu­leiki, bók­mennt­ir, hönn­un og arki­tekt­úr. Fyrsta kynn­ingar­átakið er á kvik­mynda­hátíðinni í Toron­tó, en einnig verður efnt til nor­rænna viðburða á heims­sýn­ing­unni í Sj­ang­hæ 2010 þar sem nor­ræn hönn­un og lands­lags­arki­tekt­úr verða í brenni­depli.

Á morg­un efn­ir Nor­ræni kvik­mynda- og sjón­varps­sjóður­inn svo til kynn­ing­ar fyr­ir alþjóðleg sölu- og dreif­ing­ar­fyr­ir­tæki á 13 nor­ræn­um kvik­mynd­um sem eru sýnd­ar á kvik­mynda­hátíðinni í Tór­on­tó, svo og nýj­um dreif­ing­ar­styrkj­um fyr­ir er­lenda dreif­ing­araðila sem kaupa rétt­indi til að dreifa þeim. Meðal þeirra eru tvær ís­lensk­ar kvik­mynd­ir, Sól­skins­dreng­ur­inn eft­ir Friðrik Þór Friðriks­son og The Good Heart eft­ir Dag Kára.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert