Tóbak verði tekið úr almennri sölu

Að meðaltali deyr einn Íslendingur úr reykingasjúkdómum á degi hverjum.
Að meðaltali deyr einn Íslendingur úr reykingasjúkdómum á degi hverjum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tób­aksvarnaþing Lækna­fé­lags Íslands samþykkti álykt­un þar sem hvatt er til þess að Ísland verði fyrsta landið í heim­in­um til að taka tób­ak al­farið úr al­mennri sölu.

Þingið hvatti til þess að reyk­inga­menn og þeir sem ekki reykja, sýndu hver öðrum skiln­ing, virðingu og til­lits­semi. Tekið var fram að álykt­an­ir þings­ins beind­ust ekki gegn reyk­inga­mönn­um. Þingið lagði áherslu á að best væri að hefja aldrei reyk­ing­ar og ólíðandi væri að dag­lega ánetjuðust 2-3 ung­menni nikó­tíni hér­lend­is. Aðgerðirn­ar ættu ekki síst að bein­ast að því að minnka nýliðun reyk­inga­manna.

Tób­aksvarnaþingið lagði fram til­lög­ur í nokkr­um liðum:
"• Að hætta sölu tób­aks í mat­vöru­versl­un­um og á bens­ín­stöðvum fyr­ir árs­lok árið
2010.
• Að hætta sölu tób­aks í sölut­urn­um árið 2012.
• Stefna að því að Ísland verði fyrsta landið í heim­in­um til að taka tób­ak al­farið
úr al­mennri sölu.
• Nýj­ar dreif­ing­ar og sölu­leiðir á tób­aki (t.d. öll sjálfsaf­greiðsla) verði óheim­il­ar.
• Tób­ak verði tekið úr sölu í frí­höfn­um ís­lenskra flug­valla.
• Ald­ur til að geta keypt tób­ak verði hækkaður í 20 ár fyr­ir árs­lok 2010.
• Ald­ur til að af­greiða tób­ak verði hækkaður í 20 ár fyr­ir árs­lok 2010.
• Að hnykkt verði á banni við að aug­lýsa eða selja varn­ing með nafni eða merki
sem tób­ak er einnig fá­an­legt und­ir.
• Aug­lýs­ing­ar, t.d. á kapp­akst­urs­bíl­um eða í íþrótta­út­send­ing­um, verði tak­markaðar með því að skylt verði að útmá aug­lýs­ing­arn­ar í t.d.  sjón­varps­út­send­ingu eða tíma­riti.
• Þingið tel­ur óæski­legt að leik­ar­ar reyki í ís­lensk­um bíó­mynd­um og á leik­sviðum.
• Vernda þarf hópa sem enn eru út­sett­ir fyr­ir óbein­um reyk­ing­um s.s. fang­ar,
fanga­verðir og starfs­menn vistheim­ila.
• Stefnt verði að því að af­nema reyk­ing­ar á al­manna­færi.
• Að taka tób­ak út úr vísi­tölu­út­reikn­ingi.
• Stefnt skal að því að út­sölu­verð á tób­aki standi und­ir sam­fé­lags­leg­um kostnaði
við neyslu þess.
Nikót­in er skil­greint sem lyf skv lög­um, en þingið legg­ur til að nikó­tín og tób­ak verði einnig skil­greind sem áv­ana- og fíkni­efni.
Komið verði á fót embætti Tób­aksvarn­ar­lækn­is sem hafi það hlut­verk að sporna við tób­aks­far­aldr­in­um og hafi vald­heim­ild­ir að fyr­ir­mynd Sótt­varn­ar­lækn­is.
Sveit­ar­fé­lög og heil­brigðis­nefnd­ir eru hvatt­ar til að ganga með ákveðnari hætti fram í að lög­um og regl­um sé fram­fylgt. Rekstr­ar­leyfi tóbaks­sölu­hafa verði skil­yrðis­laust inn­kölluð við brot."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert