Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild

Reuters

Held­ur fleiri eru óánægðir en ánægðir með að sótt hef­ur verið um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, sam­kvæmt nýrri könn­un, sem Capacent hef­ur gert fyr­ir Sam­tök iðnaðar­ins. Þá hafa aldrei fleiri sagst and­víg­ir aðild frá því að Sam­tök iðnaðar­ins tóku að láta gera kann­an­ir fyr­ir sig um Evr­ópu­mál­in. Um 50% segj­ast and­víg­ir aðild en um 33% segj­ast hlynnt. Þá segj­ast um 17% hvorki hlynnt né and­víg aðild.

Könn­un­in var gerð af Capacent Gallup dag­ana 25. ág­úst til 10. sept­em­ber 2009. Svar­hlut­fall var 52,3% af handa­hófs­völdu úr­taki úr þjóðskrá og var úr­takið 1.649 manns.

Þá var einnig spurt: Ef aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu yrði bor­in und­ir þjóðar­at­kvæði í dag, hvernig tel­ur þú lík­leg­ast að þú mynd­ir greiða at­kvæði?

Þá kem­ur í ljós að 61,5% segja lík­legt að þeir myndu senni­lega eða ör­ugg­lega greiða at­kvæði gegn aðild en 38,5% senni­legt eða ör­uggt að þeir myndu greiða at­kvæði með aðild.

Könn­un­in í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert