Hætti við að gera mynd á Íslandi

00:00
00:00

Tékk­neski kvik­mynda­leik­stjór­inn Mi­los Form­an seg­ist hafa  haft uppi áform um að gera kvik­mynd á Íslandi fyr­ir sex árum en á síðustu stundu var hætt við það.

Form­an sagði, að þetta hafi átt að vera mynd um skák­ein­vígi Spasskys og Bobby Fischers.

„En ég vildi aðeins gera það ef þeir léku sjálfa sig. Spassky féllst þegar á það. Fischer samþykkti það einnig, til að byrja með, en þegar við hitt­umst komst ég að því að Fischer var afar flók­inn per­sónu­leiki og að það myndi ekki tak­ast að fá hann til að vinna inn­an fyr­ir­fram gef­ins tím­aramma."

Form­an sagðist hafa hitt Bobby Fischer fyr­ir sex eða sjö árum, til að ræða þessa hug­mynd. „Við vor­um búin að fjár­magna mynd­ina en því miður var ekki hægt að fá Bobby til að verða leik­ari," sagði hann.

Í Morg­un­blaðinu á morg­un verður birt ít­ar­legt viðtal við Form­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert