Ísland eitt skattumdæmi

Embætti skatt­stjóra verða lögð niður og landið verður allt eitt skattumdæmi und­ir stjórn Rík­is­skatt­stjóra. Þetta er liður í sparnaðaraðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra sagði í kvöld­frétt­um RÚV að í stað skatt­stofa verði skrif­stof­ur og lögð verði áhersla á að forðast upp­sagn­ir starfs­fólks eins og kost­ur er. Breyt­ing­arn­ar verði gerðar í áföng­um. Ra­f­ræn vinnsla fram­tala auðveldi ferlið og tækn­in verði nýtt eins og kost­ur er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert