Ár frá hruni bankanna

00:00
00:00

Fall ís­lensku bank­anna þriggja, Glitn­is, Lands­bank­ans og Kaupþings, haustið 2008 hafði gríðarleg áhrif á ís­lenskt sam­fé­lag, sem aðeins að litlu leyti eru kom­in fram.  

Michael Port­er, pró­fess­or við Har­vard há­skóla, hélt í októ­ber 2006 ræðu hér á landi þar sem hann varaði við mik­illi þenslu og of­hitn­un í hag­kerf­inu. Sama dag var fyrsti Ices­a­ve-reikn­ing­ur Lands­bank­ans stofnaður í London. Sú inn­láns­söfn­un, sem einnig fór fram í Hollandi, átti síðar eft­ir að reyn­ast ís­lensku þjóðinni dýr­keypt.

Á ár­un­um 2003 til 2008 jókst einka­neysla gríðarlega og út­gjöld hins op­in­bera einnig, ekki síst fyr­ir til­stilli greiðs aðgeng­is að ódýru er­lendu láns­fé. Þar réð lægsta vaxta­stig seðlabanka heims­ins miklu. Árum sam­an voru út­flutn­ings­tekj­ur um­tals­vert minni en sem nam kostnaði við inn­flutn­ing. Sem þýddi, öðru frem­ur, að Íslend­ing­ar voru að eyða um efni fram.

Nú um mánaðamót­in verður ár liðið frá hrun­inu og mun af því til­efni birt­ast greina­flokk­ur í Morg­un­blaðinu  þar sem farið verður yfir aðdrag­anda banka­hruns­ins, at­b­urðarás­inni gerð ít­ar­leg skil og hugað að því, hvaða leiðir ís­lenska þjóðin get­ur farið út úr ógöng­un­um sem hrunið skyldi eft­ir. Fyrsta grein­in birt­ist í Morg­un­blaðinu á sunnu­dag og munu sex aðrar fylgja í kjöl­farið í næstu viku.

Saga banka­hruns­ins á mbl.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka