Hlutlæg upplýsingagjöf mikilvæg

Merki Alþýðusambands Íslands.
Merki Alþýðusambands Íslands.

Alþýðusam­band Íslands (ASÍ) mun leggja áherslu á öfl­uga og vandaða upp­lýs­inga­miðlun til fé­lags­manna sinna varðandi aðild­ar­um­sókn að ESB. Miðstjórn ASÍ fjallað um aðild­ar­um­sókn­ina á fundi sl. miðviku­dag og hlut­verk ASÍ við að skil­greina samn­ings­mark­mið Íslands með hags­muni launa­fólks að leiðarljósi.

Í frétt á vef ASÍ seg­ir m.a. að sam­bandið muni miðla upp­lýs­ing­um um samn­ings­mark­miðin, fram­gang viðræðnanna og samn­ingsniður­stöðuna þegar hún ligg­ur fyr­ir. „Mik­il­vægt er að um hlut­læga upp­lýs­inga­gjöf verði að ræða og rök bæði með og á móti komi fram,“ seg­ir í frétt­inni. Und­ir­bún­ing­ur er haf­inn af hálfu ASÍ fyr­ir aðild­ar­viðræðurn­ar sem eiga að hefjast í byrj­un næsta árs.

Frétt ASÍ um aðild­ar­um­sókn­ina

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert