Eldur í þaki Höfða

Slökkviliðsmenn og aðrir viðstaddir eru að bera út málverk og …
Slökkviliðsmenn og aðrir viðstaddir eru að bera út málverk og aðra muni úr húsinu. mbl.is/Júlíus

Eld­ur log­ar nú upp úr þaki Höfða norðvest­an­verðu. Að sögn ljós­mynd­ara Morg­un­blaðsins á staðnum virðist sem eld­ur­inn sé staðbund­inn í þaki húss­ins en hann blossaði upp þegar slökkviliðsmenn rufu þakið.

Allt til­tækt slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins er á staðnum. Göt­um í ná­grenni Höfða hef­ur verið lokað fyr­ir um­ferð.

Byrjað er að flytja mál­verk og aðra muni út úr hús­inu. Blaðamaður Morg­un­blaðsins sagði fjölda fólks vera að handlanga mál­verk út úr hús­inu. Mik­inn reyk ber frá hús­inu og sjást eld­tung­ur koma und­an þakskegg­inu. Reyk­inn ber út á sjó­inn og er hann svo þykk­ur að ekki sést í gegn­um hann. Slökkviliðsmenn í körfu­bíl eru að saga gat á þakið.

Jón Viðar Matth­ías­son slökkviliðsstjóri sagði í sam­tali við Rík­is­út­varpið að ekki sé talið að fólk hafi verið inn­an­dyra þegar eld­ur­inn kom upp.

Verið er að rjúfa þakið til að komast að eldinum.
Verið er að rjúfa þakið til að kom­ast að eld­in­um. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert