Eldur í þaki Höfða

Slökkviliðsmenn og aðrir viðstaddir eru að bera út málverk og …
Slökkviliðsmenn og aðrir viðstaddir eru að bera út málverk og aðra muni úr húsinu. mbl.is/Júlíus

Eldur logar nú upp úr þaki Höfða norðvestanverðu. Að sögn ljósmyndara Morgunblaðsins á staðnum virðist sem eldurinn sé staðbundinn í þaki hússins en hann blossaði upp þegar slökkviliðsmenn rufu þakið.

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er á staðnum. Götum í nágrenni Höfða hefur verið lokað fyrir umferð.

Byrjað er að flytja málverk og aðra muni út úr húsinu. Blaðamaður Morgunblaðsins sagði fjölda fólks vera að handlanga málverk út úr húsinu. Mikinn reyk ber frá húsinu og sjást eldtungur koma undan þakskegginu. Reykinn ber út á sjóinn og er hann svo þykkur að ekki sést í gegnum hann. Slökkviliðsmenn í körfubíl eru að saga gat á þakið.

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri sagði í samtali við Ríkisútvarpið að ekki sé talið að fólk hafi verið innandyra þegar eldurinn kom upp.

Verið er að rjúfa þakið til að komast að eldinum.
Verið er að rjúfa þakið til að komast að eldinum. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert