Sýra notuð í fleiri árásum

Rannveig Rist.
Rannveig Rist. mbl.is/ÞÖK

Sams­kon­ar sýra, sem notuð var við skemmd­ar­verk við heim­ili Rann­veig­ar Rist, for­stjóra Alcan á Íslandi, var notuð þegar unn­in voru skemmd­ar­verk á bíl­um við heim­ili Hjör­leifs Kvar­ans, for­stjóra Orku­veitu Reykja­vík­ur, að því er kom fram í frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Útvarpið seg­ir að máln­ingu hafi verið skvett á heim­ili Hjör­leifs og lakk­eyði sprautað á tvo bíla í ág­úst. Þurfti að heilsprauta báða bíl­ana. Sams­kon­ar lakk­eyðir var notaður nokkru áður þegar máln­ingu var skvett á hús Rann­veig­ar og lakk­eyði sprautað á bíl henn­ar. Fram kom í frétta­blaðinu í dag að  þegar Rann­veig opnaði fram­dyr fjöl­skyldu­bíls­ins um morg­un­inn skvett­ist sýra úr hurðarfals­inu í and­lit henn­ar neðan við hægra augað og fær hún var­an­legt ör.

Rann­veig vildi ekki tjá sig um málið í sam­tali við Morg­un­blaðið, aðeins að það væri í rann­sókn, og sömu viðbrögð feng­ust hjá Stefáni Ei­ríks­syni, lög­reglu­stjóra á höfuðborg­ar­svæðinu.

Útvarpið hafði eft­ir heim­ild­ar­mönn­um, að búið sé að greina efnið sem notað og hafi sama efni notað á bíla Hjör­leifs og Rann­veig­ar. Um sé að ræða lakk­leys­ir sem hægt er að kaupa í versl­un­um hér á landi. Á notk­un þess eru tak­mark­an­ir sam­kvæmt Evr­ópu­regl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert