Loftsteinn yfir Árborg

00:00
00:00

Lög­regl­an á Sel­fossi náði mynd­bands­upp­töku af und­ar­leg­um ljósa­gangi í háloft­un­um skömmu eft­ir miðnættið síðast liðna nótt. Lög­regluþjón­arn­ir voru í hefðbundnu vega­eft­ir­liti á Eyra­bakka­vegi á leið í austurátt er þeir urðu var­ir við mik­inn blossa sem stefndi að þeirra mati að Ölfusá. Uppi eru get­gát­ur um að þarna hafi loft­steinn komið inn í gufu­hvolfið.

Fjöl­marg­ir sáu bloss­ann og létu lög­regl­una vita og sást bloss­inn víða á Suður­landi sem og í grennd við Akra­nes. Talið er úti­lokað að um neyðarblys hafi verið að ræða.

Varðstjóri lög­regl­unn­ar á Sel­fossi seg­ir eng­in eft­ir­mál hafi orðið af þessu svo vitað sé og að ekki hafi sést nein­ir óvenju­leg­ir gest­ir sem gætu hugs­an­lega hafa dottið af himn­um ofan.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert