Loftsteinn yfir Árborg

Lögreglan á Selfossi náði myndbandsupptöku af undarlegum ljósagangi í háloftunum skömmu eftir miðnættið síðast liðna nótt. Lögregluþjónarnir voru í hefðbundnu vegaeftirliti á Eyrabakkavegi á leið í austurátt er þeir urðu varir við mikinn blossa sem stefndi að þeirra mati að Ölfusá. Uppi eru getgátur um að þarna hafi loftsteinn komið inn í gufuhvolfið.

Fjölmargir sáu blossann og létu lögregluna vita og sást blossinn víða á Suðurlandi sem og í grennd við Akranes. Talið er útilokað að um neyðarblys hafi verið að ræða.

Varðstjóri lögreglunnar á Selfossi segir engin eftirmál hafi orðið af þessu svo vitað sé og að ekki hafi sést neinir óvenjulegir gestir sem gætu hugsanlega hafa dottið af himnum ofan.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert