Byrjað að bólusetja

Starfsmenn lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKlein á Íslandi tóku á móti fyrstu sendingunni …
Starfsmenn lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKlein á Íslandi tóku á móti fyrstu sendingunni af bóluefni við Svínaflensu í morgun.

Byrjað var að bólu­setja heil­brigðis­starfs­menn á Land­spít­ala gegn svínaflensu klukk­an 16 í dag en fyrsta send­ing­in af bólu­efn­inu kom til lands­ins með flutn­inga­flug­vél í morg­un. Þá er byrjað að dreifa bólu­efn­inu til sjúkra­húsa og heilsu­gæslu­stöðva svo hægt verði að bólu­setja starfs­fólk þar.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi, sem embætti sótt­varna­lækn­is og al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra héldu síðdeg­is. Har­ald­ur Briem, sótt­varna­lækn­ir, sagði að þegar búið yrði að bólu­setja heil­brigðis­starfs­menn yrði næsti hóp­ur bólu­sett­ur, það er þeir sem sjá um ýmsa ör­ygg­isþætti, svo sem lög­reglu­menn, slökkviliðsmenn og aðrir sem gegna lyk­il­störf­um í sam­fé­lag­inu.

Von­ast er til að í byrj­un nóv­em­ber verði hægt að byrja að bólu­setja þá sem hafa und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Áætlað er að í þess­um þrem­ur hóp­ur séu um 75 þúsund manns. 

Al­menn bólu­setn­ing gæti haf­ist í lok nóv­em­ber eft­ir því hve hratt bólu­efnið berst hingað til lands. Har­ald­ur sagði aðspurður, að ekki væri gert ráð fyr­ir því að þeir sem eru í for­gangs­hóp­um greiði fyr­ir bólu­setn­ing­una nema ef vera skyldi komu­gjöld á heilsu­gæslu­stöðvar.

Breiðist hratt út

Fram kom hjá Har­aldi að svínaflensu­far­ald­ur­inn breiðist nú hratt út á land­inu. Fjór­ir liggja nú á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala þungt haldn­ir vegna svínaflens­unn­ar. Þar á meðal er einn ferðalang­ur, sem var á leið frá Rússlandi til Banda­ríkj­anna en veikt­ist á leiðinni og var lent með hann hér. Har­ald­ur sagði, að maður­inn væri með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og al­var­lega veik­ur. 

Har­ald­ur sagði, að bæði vinnu­veit­end­ur og skól­ar hefðu að und­an­förnu óskað eft­ir vott­orðum lækna vegna veik­inda­fjar­vista starfs­manna og nem­enda. Sagði Har­ald­ur að nóg væri að gera hjá lækn­um þessa stund­ina og hvatti hann því þessa aðila til að taka sjúk­ling­ana trú­an­lega og krefjast ekki vott­orða.

Haraldur Briem og Rögnvaldur Ólafsson, fulltrúi almannavarnadeildar á blaðamannafundinum í …
Har­ald­ur Briem og Rögn­vald­ur Ólafs­son, full­trúi al­manna­varna­deild­ar á blaðamanna­fund­in­um í dag. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert