Skóflustunga metanólverksmiðju

Sólarlag við Hitaveitu Suðurnesja, við Svartsengi.
Sólarlag við Hitaveitu Suðurnesja, við Svartsengi. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Fyrsta skóflu­stung­an að met­anól­versk­miðju í Svartsengi í landi Grinda­vík­ur verður tek­in á morg­un. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands og Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra verða viðstadd­ir ásamt Geor­ge Olah sem hlaut Nó­bels­verðlaun í efna­fræði 1994.

Á vef Grinda­vík­ur kem­ur fram að Hita­veita Suður­nesja hf. og fyr­ir­tækið Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal ehf. hafi und­ir­ritað sam­starfs­samn­ing um að reka verk­smiðju sem breyt­ir kolt­ví­sýr­ingsút­blæstri frá jarðvarma­virkj­un­inni við Svartsengi í met­anól, fljót­andi eldsneyti fyr­ir bíla og önn­ur fara­tæki.

Verk­smiðjan verður sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um. Um­hverf­is­mati fyr­ir verk­smiðjuna er þegar lokið og verk­smiðjan er kom­in á deili­skipu­lag Grind­ar­vík­ur­bæj­ar. Fram­leiðslu­geta þess­ar­ar verk­smiðju er fjór­ar millj­ón­ir lítra. Fram­leiðslan á að hefjast í lok næsta árs.

Verk­smiðjan mun heita „Geor­ge Olah CO2 to Renewable Met­hanol Plant“. Um 50 manns munu koma að bygg­ingu verk­smiðjunn­ar.

Vef­ur Grinda­vík­ur

Verksmiðjan mun bera nafn George Olah Nóbelsverðlaunahafa í efnafræði 1994.
Verk­smiðjan mun bera nafn Geor­ge Olah Nó­bels­verðlauna­hafa í efna­fræði 1994.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert