Fyrsta dauðsfallið hér

Búið er að bólusetja flesta starfsmenn Landspítala við svínaflensu.
Búið er að bólusetja flesta starfsmenn Landspítala við svínaflensu. Reuters

Átján ára fjöl­fötluð stúlka lést í morg­un á Barna­spítala Hrings­ins af völd­um svo­nefndr­ar svínaflensu, A(H1N1). Stúlk­an veikt­ist fyr­ir um 11 dög­um og var lögð inn á spít­al­ann síðastliðinn fimmtu­dag. Þetta er fyrsta dauðsfallið hér­lend­is af völd­um in­flú­ens­unn­ar.

Greint var frá þessu á blaðamanna­fundi sem nú stend­ur yfir með full­trú­um Land­spít­ala, sótt­varna­lækni og al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Kem­ur fram í til­kynn­ingu að öll umönn­un og meðferð, sem stúlk­an naut í veik­ind­um sín­um heima hjá sér og á Land­spít­ala, hafi verið mjög góð og í sam­ræmi við aðstæður.

26 sjúk­ling­ar á Land­spít­ala með svínaflensu

In­flú­ens­an fær­ist enn í auk­ana, einkum á höfuðborg­ar­svæðinu en einnig víða á lands­byggðinni. Und­an­farn­ar þrjár vik­ur læt­ur nærri að staðfest til­felli hafi tvö­fald­ast í hverri viku miðað við fjöld­ann í vik­unni þar á und­an. Álag hef­ur að sama skapi auk­ist tals­vert á starfs­fólk heil­brigðisþjón­ust­unn­ar, bæði í heilsu­gæsl­unni og á Land­spít­ala.

Um há­deg­is­bil í dag voru 26 sjúk­ling­ar á Land­spít­ala vegna in­flú­ens­unn­ar, þar af fjór­ir á gjör­gæslu­deild. Frá því á föstu­dag­inn var, 16. októ­ber, hafa fimm in­flú­ensu­sjúk­ling­ar verið lagðir inn á spít­al­ann og þrír verið út­skrifaðir á sama tíma.

3660 til­kynn­ing­ar hafa borist

Um 60 manns hafa verið lagðir inn á Lands­spít­ala vegna in­flú­ens­unn­ar frá upp­hafi far­ald­urs­ins.

Frá 29. júní til 18. októ­ber 2009 höfðu borist alls 3660 til­kynn­ing­ar um in­flú­ensu­lík ein­kenni eða staðfest in­flú­ensu­til­felli á Íslandi sam­kvæmt skrán­ing­um lækna í ra­f­ræn­ar sjúkra­skrár. Staðfest til­felli eru orðin alls 479.

Frá blaðamannafundinum sem nú stendur yfir vegna H1N1 flensunnar
Frá blaðamanna­fund­in­um sem nú stend­ur yfir vegna H1N1 flens­unn­ar mbl.is/​Rax
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka