Stolin dekk auglýst til sölu

Dekkin, sem lögreglan lagði hald á.
Dekkin, sem lögreglan lagði hald á.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á nokkur bíldekk á felgum  í Árbæ um miðjan dag í gær. Dekkin höfðu verið auglýst til sölu á netinu en talið er að þeim hafi verið stolið.

Karlmaður á þrítugsaldri var yfirheyrður í tengslum við rannsóknina en hann sagðist nýlega hafa fundið dekkin í öðru hverfi í borginni og slegið eign sinni á þau. Lögreglan leitar því réttmæts eiganda dekkjanna en sá hinn sami getur haft samband við lögregluna í síma 444-1190 á skrifstofutíma. Óskað verður eftir staðfestingu á eignarhaldi en dekkin má sjá á myndinni hér að neðan.

Þá hvetur lögreglan fólk til að hafa samband þegar þýfi er annars vegar og minnir á ábyrgð þess, þegar svo ber undir, sem kaupir þýfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert