Á methraða inn í ESB?

Norrænu utanríkisráðherrarnir á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag.
Norrænu utanríkisráðherrarnir á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. mynd/norden.org

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði í Stokk­hólmi í dag að hann vonaðist til þess að álits­gerð fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins um aðild­ar­um­sókn Íslend­inga muni liggja fyr­ir þegar í des­em­ber. Al­ex­and­er Stubb, ut­an­rík­is­ráðherra Finn­lands, sagði að ef það yrði niðurstaðan væri það met. 

„Ég hef fengið mörg góð ráð frá nor­ræn­um koll­eg­um mín­um," sagði Össur við sænsku frétta­stof­una TT eft­ir fund nor­rænu ut­an­rík­is­ráðherra í dag. „Það hef­ur verið mark­miðið, meðan Sví­ar fara með for­mennsku í Evr­ópu­sam­band­inu, að Ísland verði samþykkt sem um­sókn­ar­land, hugs­an­lega strax í des­em­ber eða þá í mars á næsta ári.

Össur benti á að Ísland hefði þegar svarað þúsund­um spurn­inga, sem fram­kvæmda­stjórn ESB hefði lagt fyr­ir þótt svar­frest­ur­inn renni ekki út fyrr en um miðjan nóv­em­ber.

„Þótt við séum lítið land þá höf­um við ein­sett okk­ur að svara hratt. Bolt­inn er þess vegna núna á vall­ar­helm­ingi fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar," sagði Össur.  

Al­ex­and­er Stubb sagði við TT, að hann teldi að Ísland hefði sett Evr­ópu­met í að svara spurn­ing­um tengd­um aðild­ar­um­sókn­inni. „Ef fram­kvæmda­stjórn­in send­ir frá sér já­kvæða álits­gerð þegar í des­em­ber þá væri það einnig met," sagði hann. 

Össur sagði, að nor­rænu ESB-rík­in hefðu boðið Íslandi aðstoð við að afla sér upp­lýs­inga um Evr­ópu­sam­bandið. Þannig er hóp­ur ís­lenskra emb­ætt­is­manna nú í kynn­is­ferð í Svíþjóð og Dan­ir hafa, að sögn Öss­ur­ar, lofað að fræða Íslend­inga um hvernig best sé að halda á samn­ingaviðræðum um sjáv­ar­út­vegs­mál, sem verði mik­il­væg­ustu mál­efn­in í vænt­an­leg­um aðild­ar­viðræðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert