Vilja að hjólreiðar njóti viðurkenningar

Árni Davíðsson, Árni Vigfússon og Morten Lange lyfta hjólhestum sínum …
Árni Davíðsson, Árni Vigfússon og Morten Lange lyfta hjólhestum sínum á Lækjartorgi. Morgunblaðið/Kristinn

Þrír hjólreiðakappar, þeir Árni Davíðsson, Árni Vigfússon og Morten Lange, stóðu í gærdag fyrir uppákomu á Lækjartorgi í þeim tilgangi að vekja athygli á hjólreiðum og að þær teljist fullgildur samgöngumáti.

„Enn vantar talsvert upp á að hjólreiðar njóti fullrar viðurkenningar sem samgöngumáti þótt vissulega hafi þokast í áttina,“ segir Árni.

Félagarnir sem hittust á Lækjartorgi í gær eru allir félagar í óformlegum hópi sem kemur saman síðasta föstudag í hverjum mánuði og hjólar saman – þangað sem vindurinn blæs mönnum og hugurinn ber þá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka