Ekki gosórói á Reykjaneshrygg

Kortið, sem tekið er af vef Veðurstofunnar, sýnir upptök skjálftanna …
Kortið, sem tekið er af vef Veðurstofunnar, sýnir upptök skjálftanna við Geirfugladrang og Eldeyjarboða.

Engan gosóróa er að sjá á Reykjaneshrygg að sögn Veðurstofunnar en jarðskjálftahrina hófst í gærkvöldi um 50 km suðvestur af Reykjanesi. Um 250 skjálftar hafa mælst á svæðinu, sá stærsti 4,4 stig á Richter.

Skjálftahrinan hófst klukkan 19:09 í gærkvöldi og mældust 18 skjálftar fram að miðnætti, sá stærsti var 4,2 stig. Upp úr miðnætti jókst hrinan til muna og hafa síðan á miðnætti hafa orðið yfir 250 skjálftar á þessu svæði. 

Veðurstofan segir, að búast megi við því að hrinan haldi áfram í dag og jafnvel næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert