620 milljarðar gætu fallið á ríkið

Erlendar skuldir Íslands gætu náð um 310% af landsframleiðslu á …
Erlendar skuldir Íslands gætu náð um 310% af landsframleiðslu á þessu ári. mbl.is/ÞÖK

Er­lend­ar skuld­ir Íslands gætu náð um 310% af lands­fram­leiðslu á þessu ári. Yfir tutt­ugu pró­sent stærstu fyr­ir­tækja eru gjaldþrota eða í greiðslu­stöðvun. Fimmta hvert heim­ili með nei­kvæða eig­in­fjár­stöðu og hlut­fallið hækk­ar haldi hús­næðis­verð áfram að lækka. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn birti í gær skýrslu um efna­hags­áætl­un Íslands.

Þá er í skýrsl­unni komið inn á ýmsa áhættuþætti. Einna stærst­ur er bak­reikn­ing­ur sem komið get­ur til ef neyðarlög­un­um verður hnekkt fyr­ir dómi. Talið er að um 620 millj­arðar króna geti fallið á ís­lenska ríkið fari svo. Það myndi auka skuld­ir um 40% af lands­fram­leiðslu.

Hvað bank­ana varðar er talið að þeir þurfi að end­ur­skoða og jafn­vel af­skrifa tvö af hverj­um þrem­ur lán­um ís­lenskra fyr­ir­tækja. Gjaldþrot­um hafi enda fjölgað veru­lega á ár­inu eða um 20% frá fyrra ári.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ir ljóst að óvissa ríki um marga þætti og framtíðar­inn­ar sé að dæma um það hvernig tek­ist hafi til. „Það ræðst allt af því hvort þarna er nægi­legt borð fyr­ir báru til að mæta þess­um af­skrift­um, s.s. í mat­inu á lána­söfn­un­um.“

Lána­söfn nýju bank­anna eru einnig til um­fjöll­un­ar og fá væg­ast sagt slæma ein­kunn, en talið er að af­skrifa þurfi allt að 60-70% pró­sent sumra flokka út­lána. Þrátt fyr­ir þetta telja Stein­grím­ur og Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra að bank­arn­ir hafi verið nægi­lega vel fjár­magnaðir.

„Þeir byrjuðu með um­tals­vert hærra eig­in­fjár­hlut­fall en er alþjóðlegt lág­mark og það end­ur­spegl­ar þessa óvissu,“ seg­ir Gylfi. Í skýrslu AGS er nefnt að marg­ir Íslend­ing­ar telji skyndi­lausn á efna­hags­vand­an­um fel­ast í upp­töku evru. Rík­is­stjórn­in viður­kenni þó að yrði sú leið far­in tæki hún mörg ár í fram­kvæmd.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert