Framleiðslu á Fanta Lemon hætt

Fanta lemon
Fanta lemon

Drykkjarvöruframleiðandinn Vífilfell hefur ákveðið að hætta aftur framleiðslu á Fanta lemon. Gosdrykkurinn kom aftur á markað síðastliðið vor eftir nokkurra ára hlé. Ekki síst vegna áskorana harðra aðdáenda drykkjarins hérlendis sem söfnuðu meðal annars liði á Facebook.

Nú hefur hinsvegar verið tekin ákvörðun um að framleiðslu á gosdrykknum verði hætt, að því er segir í tilkynningu frá Vífilfelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka