Lausn Icesave-deilunnar ekki skilyrði AGS

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS. Reuters

Dom­in­ique Strauss-Kahn, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, seg­ir að all­ir, þar á meðal AGS, verði að gera bet­ur í því að út­skýra fyr­ir Íslend­ing­um hvað sé verið að gera til að taka á efna­hagskrepp­unni. Hann seg­ir jafn­framt að AGS hafi aldrei sett það sem skil­yrði að ís­lensk stjórn­völd yrðu að leysa Ices­a­ve-deil­una, áður en AGS tæki mál­efni Íslend­inga til skoðunar.

Þetta kem­ur fram í svar­bréfi Strauss-Kahn til Gunn­ars Sig­urðsson­ar leik­stjóra, sem bauð fram­kvæmda­stjór­an­um til lands­ins fyr­ir hönd þeirra sem hafa staðið að opn­um borg­ar­a­fund­um. Strauss-Kahn seg­ist því miður ekki geta kom­ist til lands­ins. Bréfið er birt á vef AGS.

Strauss-Kahn seg­ist vera sam­mála því að efna­hagskrepp­an á Íslandi sé mjög al­var­leg, og eitt það al­var­leg­asta sem ís­lenska þjóðin hafi orðið að standa frammi fyr­ir.

Hvað varðar Ices­a­ve, þá seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn að það sé ekki hlut­verk AGS að skipta sér af tví­hliða deil­um ríkja. Það hafi sjóður­inn ekki gert. Hann tek­ur það hins veg­ar fram að Ices­a­ve-deil­an hefði hins veg­ar tafið end­ur­skoðun AGS með óbein­um hætti. Taf­ir hafi orðið á fjár­mögn­un lána frá Norður­lönd­un­um. Strauss-Kahn bend­ir á lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar hafi verið skil­yrði Norður­land­anna.

Strauss-Kahn seg­ir einnig að upp­haf krepp­unn­ar megi rekja til ís­lenskra fjár­mála­stofn­ana. Bank­arn­ir hefðu tekið of mikla áhættu og eft­ir­litsaðilar hefðu ekki staðið sig í stykk­inu. Einka­væðing­in hefði lagt grunn­inn að þró­un­inni.

Þá kveðst Strauss-Kahn vera þess full­viss að sam­vinna AGS og ís­lenskra stjórn­valda verði Íslandi til góðs. Sú fjár­hagsaðstoð sem Íslend­ing­ar muni fá sé óvenju­lega mik­il miðað við stærð ís­lenska hag­kerf­is­ins. Aðstoðin hafi m.a. átt þátt í því að koma á geng­is­stöðug­leika hér­lend­is.

Hann seg­ir jafn­framt að áhrif efna­hags­sam­drátt­ar­ins hér­lend­is hafi verið mun minni hér á landi sam­an­borið við önn­ur lönd sem hafi þurft að ganga í gegn­um al­var­legra efna­hagskreppu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert