Ásmundur Einar nýr formaður Heimssýnar

Frá fundi Heimssýnar í dag.
Frá fundi Heimssýnar í dag. mbl.is/Kristinn

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður Heimssýnar, sem er hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Nýr formaður og stjórn hreyfingarinnar var kosin á aðalfundi hreyfingarinnar sem fór fram í sal Þjóðminjasafnsins í dag.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir var kjörin varaformaður Heimssýnar. Ragnar Arnalds lætur nú af formennsku, sem hann hefur gegnt sl. sjö ár. 

Styrmir Gunnarsson, Frosti Sigurjónsson, Brynja Björg Halldórsdóttir og Ásmundur Einar Daðason fluttu ávörp á fundinum auk Ragnars.

Gerð var grein fyrir starfsemi samtakanna á liðnu starfsári og fjallað um næstu skref. Félagar í Heimssýn eru nú orðnir tæplega 1800 talsins að sögn Ragnars.

Vefur Heimssýnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert