Hélt stúlku fanginni og nauðgaði henni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um að hafa haldið 16 ára gamalli stúlku fanginni á heimili sínu yfir nótt og nauðgað henni ítrekað og misþyrmt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Fram kom hjá Stöð 2 að maðurin og stúlkan hafi kynnst á samskiptavefnum Facebook á netinu og síðan hist. Maðurinn hafi síðan boðið stúlkunni heim til sín.

Þá kom fram að maðurinn hefði verið yfirheyrður í dag. Hann væri með yfir 300 vini á Facebook og meirihlutinn væri ungar stúlkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka